Viðskipti innlent

Sigurjón Þ. Árnason: Mikilvægt að koma í veg fyrir misskilning

„Það er mikilvægt að skýra út íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir misskilning," sagði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri í samtali við Markaðinn í dag. Sigurjón er staddur í New York í dag ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra og helstu fulltrúum úr íslensku fjármálalífi. Hann segir í samtali við Markaðinn að mikilvægt sé að koma upplýsingum um styrkleika íslensks efnahagslífs á framfæri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×