Viðskipti innlent

de CODE tapar 41,5 milljörðum á 11 árum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

de CODE genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, kynnti í vikunni afkomutölur sínar fyrir lokafjórðung ársins 2007 og fjárhagsárið í heild sinni. Tap lokafjórðungs 2007 var tæplega 2,3 milljarðar íslenskra króna, samanborið við 1,6 milljarða króna á lokafjórðungi ársins 2006.

Heildartap ársins 2007 nam hins vegar tæplega 6,7 milljörðum króna, sem er heldur lakari afkoma en árið 2006 en tapið þá nam tæpum sex milljörðum króna. Tap de CODE hefur aukist reglulegum skrefum frá árinu 2003, þegar það var 2,5 milljarðar króna, til síðasta árs en samanlagt tap áratugarins 1997 - 2007 er 41,5 milljarðar króna m.v. gengi bandaríkjadals í dag.

Tap ársins 2007 nam tæpum 110 krónum á hlut sem er smávægileg aukning frá árinu áður þegar tapið var um 104 krónur á hlut. Tekjur de CODE í fyrra voru rúmir 2,8 milljarðar króna sem eru nánast sömu tekjur og árið 2006. Ekki náðist í fulltrúa Íslenskrar erfðagreiningar vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×