Viðskipti innlent

Pláss fyrir 1500 verslanir í Kína

New York og Björgvin Guðmundsson skrifa
Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson

„Við erum að skoða sérstaklega tækifæri sem fæðast við breytingar á alþjóðlegum mörkuðum," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, á ráðstefnu í New York í dag. Nefndi hann sérstaklega Rússland en líka Indland og Kína. Þetta væru vaxtamarkaðir á meðan þróaðri markaðir væru að minnka í hlutfalli við þá.

Nefndi hann sérstaklega Kína og þar væru mikil tækifæri. Baugur hafi opnað verslun fyrir eitt vörumerki sitt fyrir þremur árum. Nú væru verslanir Baugs í Rússlandi með þessu vörumerki fimmtíu. Stjórnendur þar segðu að svigrúm væri fyrir 1.500 verslanir í viðbót. Til samanburðar væru 150 svipaðar verslanir í Bretlandi.

Jón Ásgeir sagði að á Indlandi væri mikill áhugi á vörumerkjum frá Bretlandi. Þar hefðu aðeins verið 3 verslanamiðstöðvar árið 2001. Árið 2010 verða þær 525. Það sé margt að gerast á þessum markaði og fólksfjölgun mikil. Í Rússlandi hefði líka gengið vel, sérstaklega með dýrari vörumerkin. Það væru líka flestir milljónamæringarnir í Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×