Innlent

Rúðubrot og eltingarleikur við ölvaðan ökumann

Lögregla handtók fimm ölvaða menn á Barónstíg í nótt eftir að þeir höfðu bortið þar rúðu í húsi. Ekki er vitað hvað þeim gekk til, en þeir verða yfirheyrðir með aðstoð túlks, þegar af þeim verður runnið í dag

Ölvaður ökumaður reyndi að stinga lögreglumenn af á Bústaðavegi undir morgun. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna, en eftir stutta og snarpa eftirför, náðist hann. Að sögn lögreglu var hann áberandi drukkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×