Nýr BMW F1 08 frumsýndur 14. janúar 2008 12:46 BMW liðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl og bíllinn er þriðja útgáfa Formúlu 1 bíls sem fyrirtækið smíðar, eftir að fyrirtækið keypti liðið af Peter Sauber. Nick Heidfeld og Robert Kubica verða ökumenn BMW, rétt eins og í fyrra. BMW liðið var spútníklið ársins í fyrra og varð í öðru sæti í stigakeppni bílasmiða eftir að McLaren var dæmt úr leik vegna njósnamálins. ,,Við höfum lært mikið síðan við keyptum Sauber árið 2005 og höfum lagt mikla vinnu í nýja bílinn, BMW F1 08. Reynsla okkar síðustu tvö ár hefur skilað sér í nýja bílinn," sagði Mario Thiessen á frumsýningunni í dag. ,,Bíllinn er stórt framfaraskref frá 2007 bílnum og munum berjast við liðin sem hafa verið framar okkur í ár. Það verður erfitt að landa fyrsta sigrinum, því McLaren og Ferrari eru með sterkt liði. Vonandi höfum við náð að minnka bilið á milli okkar, en ljóst að þau hafa líka tekið framförum." "Við erum með bestu ökumennina í Heidfeld og Kubica, en líka ljóst að þeir geta bætt sig. Bíllinn er betri og því verða þeir betri. Þeir vinna vel með tæknimönnum okkar og eru lykillinn að samstilltu liði," sagði Thiessen. Sjá nánar á www.kappakstur.is Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
BMW liðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl og bíllinn er þriðja útgáfa Formúlu 1 bíls sem fyrirtækið smíðar, eftir að fyrirtækið keypti liðið af Peter Sauber. Nick Heidfeld og Robert Kubica verða ökumenn BMW, rétt eins og í fyrra. BMW liðið var spútníklið ársins í fyrra og varð í öðru sæti í stigakeppni bílasmiða eftir að McLaren var dæmt úr leik vegna njósnamálins. ,,Við höfum lært mikið síðan við keyptum Sauber árið 2005 og höfum lagt mikla vinnu í nýja bílinn, BMW F1 08. Reynsla okkar síðustu tvö ár hefur skilað sér í nýja bílinn," sagði Mario Thiessen á frumsýningunni í dag. ,,Bíllinn er stórt framfaraskref frá 2007 bílnum og munum berjast við liðin sem hafa verið framar okkur í ár. Það verður erfitt að landa fyrsta sigrinum, því McLaren og Ferrari eru með sterkt liði. Vonandi höfum við náð að minnka bilið á milli okkar, en ljóst að þau hafa líka tekið framförum." "Við erum með bestu ökumennina í Heidfeld og Kubica, en líka ljóst að þeir geta bætt sig. Bíllinn er betri og því verða þeir betri. Þeir vinna vel með tæknimönnum okkar og eru lykillinn að samstilltu liði," sagði Thiessen. Sjá nánar á www.kappakstur.is
Formúla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira