Óvissuástand á hlutabréfamarkaði í Pakistan 2. janúar 2008 10:56 Benazir Bhutto, fyrrum leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan. Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjárfestar í Pakistan hafa orðið fyrir nokkrum skakkaföllum í kjölfar morðsins á Benazir Bhutto, fyrrum leiðtoga Þjóðarflokksins, sem myrt var á milli jóla og nýárs. Hlutabréfamarkaðir hafa verið opnir í þrjá daga þar í landi frá því leiðtoginn féll frá og lækkað ört. Óvissuástand ríkir nú í Pakistan um hvort og hvenær kosningar verði haldnar, að sögn fréttaveitunnar Thomson Financial, sem bætir við að ástandið hafi smitað út frá sér til hlutabréfamarkaðarins. Upphaflega stóð til að boða til kosninga 8. janúar næstkomandi. Reiknað er með að niðurstaða fáist í málið um hádegisbil að íslenskum tíma í dag. Gengi aðalvísitölunnar í kauphöllinni í Karachi í Pakistan féll um 2,3 prósent við lokun markaðar þar í landi í dag. Á mánudag var fyrsti viðskiptadagurinn eftir morðið á Bhutto og féll vísitalan við það um 4,76 prósent og aftur um 2,9 prósent í gær. Morðið hafði sömuleiðis áhrif langt út fyrir landsteina en fjármálaskýrendur í Bandaríkjunum segja það hafa dregið vísitölur þar í landi niður.Fréttaveitan hefur eftir Shoaib Memon, forstjóra kauphallarinnar, að óvíst sé hvenær endir verði bundinn á óróleikann og geti allt eins verið að markaðir falli enn á ný verði neyðarlög sett í landinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira