Erlent

John McCain velur konu sem varaforsetaefni

Sarah Palin.
Sarah Palin. MYND/AP

John McCain forsetaframbjóðandi Repúblikana hefur valið ríkisstjórann Söru Palin sem varaforsetaefni sitt í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Stjórnmálaskýrendur vestra höfðu veðjað á að Mccain myndi velja konu sér við hlið og hefur það nú komið á daginn. Sara Palin er ríkisstjóri Alaska.

Flokksþing Repúblikana hefst á mánudaginn kemur en Demókratar luku sínu þingi í gær. Varaforsetaefni Barack Obama er öldungadeildarþingmaðurinn Joe Biden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×