Erlent

Jarðskjálftinn í Kína varð 22 að bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Jarðskjálftinn sem skók Sichuan-héraðið í Suðvestur-Kína í gær varð 22 manneskjum að bana, samkvæmt tölum Xinhua-fréttastofunnar.

Skjálftamælar í Bandaríkjunum skráðu skjálftann 5,7 stig á Richter. Skjálftinn reið yfir borgina Panzhihua og í gærkvöldi var vitað um 17 dauðsföll og eitt hundrað slasaða í Sichuan-héraðinu. Um 1.000 hús eyðilögðust og sprungur mynduðust í 400.

Hópar björgunarmanna eru nú á staðnum og vinna að því að bjarga því sem bjargað verður. Líkt og í maí þegar stóri skjálftinn reið yfir Sichuan-hérað hamlar mikið regn björgunarstörfum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×