Erlent

McCain gagnrýnir Guantanamo úrskurð

John McCain gagnrýndi í dag nýlegan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna sem heimilar föngum í Guantanamo fangabúðunum að fara fram á að bandarískir dómstólar úrskurði um réttmæti þess að þeim sé haldið föngnum.

Gagnrýni McCain er svipuð þeirri sem kom fram í máli George Bush forseta í vikunni. Það kemur á óvart þar sem McCain hefur gert hvað hann getur til þess að fjarlægjast hinn óvinsæla forseta.

"Hæstiréttur komst að niðurstöðu sem ég tel vera eina þá verstu sem rétturinn hefur komist að í sögunni," sagði McCain í ræðu á kosningafundi í New Jersey í dag.

"Okkar helsta verkefni er öryggi þessa lands og þeirra sem verja það. Niðurstaða réttarins mun gera þetta verkefni erfiðara," bætti hann við.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×