Viðskipti erlent

Rússar notuðu 3.000 milljarða kr. til að verja rúbluna í viku

Rússneski seðlabankinn notaði tæplega 22 milljarða dollara eða rúmlega 3.000 milljarða kr. til að verja gengi rúblunnar í eina viku. Þetta kemur fram í yfirliti um starfsemi bankans.

Samkvæmt yfirlitinu minnkaði gjaldeyrisforði rússneska seðlabankans á tímablinu 7. til 14. nóvember úr 474,4 milljörðum dollara og niður í 453,5 milljarða kr.

Þetta er þó ekki mesta minnkun á gjaldeyrisforðanum á þessu ári því í september og október minnkaði hann um 57,5 milljarða dollara eða yfir 8.000 milljarða kr..

Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Vladimir Putin að hann muni gera allt sem hægt er til að alþjóða fjármálakreppan komi efnahagslífi Rússlands ekki á hnéin.

Hratt gengur á gjaldeyrisvaraforða rússneska seðlabankans þessa dagana því erlendir fjárfestar losa sig nú í miklum mæli við rússnesk verðbréf og flytja peningana úr landinu.

Til að bæta gráu ofan á svart kemur svo að heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið og þar með dregið verulega úr tekjum rússneska ríkisins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×