Viðskipti erlent

Kynvilltur stóðhestur kostar eigendur sína milljarða kr.

Menn vita ekki hvort hann er kynvilltur, kyndaufur eða bara húðlatur. Allavega hafa eigendur stóðhestsins War Emblem séð á eftir milljörðum kr. í tapaða folatolla því hesturinn vill ekki fjölga sér.

Þegar stóðhestastöðinni Shadai í Japan tókst að kaupa War Emblem árið 2003 þóttust menn þar á bæ hafa himinn höndum tekið. Hesturinn hafði unnið hið þekkta Kentucky Darby veðhlaup árið áður og eigendur Shadai töldu að þeir myndu hagnast mikið á folatollum á næstu árum.

War Emblem hafði aðrar áætlanir á prjónunum. Árið 2003 köstuðu aðeins sjö af 350 hryssum, sem hesturinn var kynntur fyrir, folöldum. Ári seinna voru það 35 af 500 hryssum. Árið 2005 kom ekki eitt einasta folald undan honum.

Þar sem War Emblem er af hreinræktuðu ensku kyni má ekki nota sæði hans í hryssur nema á náttúrlegann hátt, það er hann verður sjálfur að sjá um sæðisgjöfina.

Þar sem War Emblem hefur engan áhuga á að fylja hryssur hefur Shadai-stöðin tapað 55 milljón dollara eða nær 5 milljörðum kr. í glötuðum folatollum. Og við það bætist svo kaupverðið á sínum tíma sem nam 17 milljónum dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×