Verðfall á olíu dregur fleiri ríki inn í kreppu Guðjón Helgason skrifar 26. desember 2008 18:30 Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðjón Helgason. Verð á olíutunnunni á heimsmarkaði er komið niður í þrjátíu og sex bandaríkjadali en fór hæst í nærri hundrað og fimmtíu dali á tunnuna síðasta sumar. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat fjölda olíuframleiðsluríkja vegna þess að þau geti ekki skilað hallalausum fjárlögum að óbreyttu. Þau þurfi að skera niður opinber útgjöld. Halli verður á fjárlögum Sádí Arabíu næsta ár í fyrsta sinn í sex ár. Sádí Arabar eru þó í þeirri öfundsverðu stöðu að þola lækkun niður í fimm dali á tunnu án teljandi vandræða. Það á ekki við mörg önnur olíuríki. Sérfræðingar segja ráðamenn í Venesúeal verða að fá áttatíu dali fyrir tunnuna til að ná endum saman, Íranar fimmtíu dali og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þrjátíu dali. Verðlækkunin kemur á versta tíma því flest ríkin munu hafa lagt út í fjárfrek verkefni þegar verðið hafi verið í hæstu hæðum. Í Venesúela var orka niðurgreidd og lagað til í heilbrigðiskerfinu, Rússar juku við hernaðarafl sitt, og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lögðu út í milljarða fasteignaframkvæmdir. Vandinn sé sá að þessi ríki þurfi að selja meiri olíu til að ná inn meiri tekjum en þá lækki verðið sem aðeins hækki með minna framboði. Olíuverð hefur lækkað þó OPEC, samtök olíuútflutningsríkja hafi samþykkt að draga úr framleiðslu sem átti að hafa þveröfug áhrif. Sérfræðingar segja að aðeins sextíu til sjötíu prósent OPEC ríkja eigi eftir að fylgja þeirri ákvörðun. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Guðjón Helgason. Verð á olíutunnunni á heimsmarkaði er komið niður í þrjátíu og sex bandaríkjadali en fór hæst í nærri hundrað og fimmtíu dali á tunnuna síðasta sumar. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa lækkað lánshæfismat fjölda olíuframleiðsluríkja vegna þess að þau geti ekki skilað hallalausum fjárlögum að óbreyttu. Þau þurfi að skera niður opinber útgjöld. Halli verður á fjárlögum Sádí Arabíu næsta ár í fyrsta sinn í sex ár. Sádí Arabar eru þó í þeirri öfundsverðu stöðu að þola lækkun niður í fimm dali á tunnu án teljandi vandræða. Það á ekki við mörg önnur olíuríki. Sérfræðingar segja ráðamenn í Venesúeal verða að fá áttatíu dali fyrir tunnuna til að ná endum saman, Íranar fimmtíu dali og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þrjátíu dali. Verðlækkunin kemur á versta tíma því flest ríkin munu hafa lagt út í fjárfrek verkefni þegar verðið hafi verið í hæstu hæðum. Í Venesúela var orka niðurgreidd og lagað til í heilbrigðiskerfinu, Rússar juku við hernaðarafl sitt, og yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lögðu út í milljarða fasteignaframkvæmdir. Vandinn sé sá að þessi ríki þurfi að selja meiri olíu til að ná inn meiri tekjum en þá lækki verðið sem aðeins hækki með minna framboði. Olíuverð hefur lækkað þó OPEC, samtök olíuútflutningsríkja hafi samþykkt að draga úr framleiðslu sem átti að hafa þveröfug áhrif. Sérfræðingar segja að aðeins sextíu til sjötíu prósent OPEC ríkja eigi eftir að fylgja þeirri ákvörðun.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira