Erlent

Nærri 700 þúsund hafa flúið heimili sín vegna flóða í Indlandi

Fólki hefur víða verið bjargað af þökum húsa sinna en margir eru enn strandaglópar vegna flóðanna.
Fólki hefur víða verið bjargað af þökum húsa sinna en margir eru enn strandaglópar vegna flóðanna. MYND/AP

Tæplega 680 þúsund manns hafa nú neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna í Bihar-héraði á Indlandi og 66 hafa látist.

Stjórn landsins vinnur nú að því að koma mat og hjálpargögnum til flóðasvæðanna en mikið tjón hefur oriðn í mörg þúsund þorpum nálægt landamærum Indlands og Nepal.

Flóðin hófust með því að stífla í á í Nepal brast í kjölfar mikils regns og flæddi hún yfir bakka sína og breytti um farveg með þeim afleiðingum að vatn flæddi yfir Bihar-hérað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×