Viðskipti erlent

Líklegt að stýrivextir í Bretlandi lækki enn frekar

Mervyn King, bankastjóri Bank of England. Mynd/ AFP.
Mervyn King, bankastjóri Bank of England. Mynd/ AFP.

Væntingar um frekari stýrivaxtalækkanir í Bretlandi hafa aukist mjög eftir að minnisblöðum frá fundi Bank of England var lekið í fjölmiðla. Á fundinum, sem var haldinn þann 6. nóvember síðastliðinn, var ákveðið að lækka stýrivexti úr 4,5% í 3%. Samkvæmt minnisblaðinu hafa útreikningar bankans hins vegar bent til þess að stýrivaxtalækkun niður í 2,5% væri nauðsynleg til þess að koma í veg fyrir að verðbólga færi of langt niður fyrir verðbólgumarkmiðið á næsta ári. Stjórnendur bankans töldu hins vegar að slík stýrivaxtalækkun yrði of stór biti. Vaxtalækkunin, um 1,5%, var mesta stýrivaxtalækkun síðan 1981 og með henni urðu stýrivextir lægri en þeir hafa verið frá árinu 1955.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×