Viðskipti innlent

Síminn og Ölfus í samstarf

Elín Rós Sveinsdóttir, forstöðumann á Fyrirtækjasviði ásamt Ólafi Áka Ragnarssyni, bæjarstjóra sveitafélagsins Ölfuss.
Elín Rós Sveinsdóttir, forstöðumann á Fyrirtækjasviði ásamt Ólafi Áka Ragnarssyni, bæjarstjóra sveitafélagsins Ölfuss.

Síminn og sveitarfélagið Ölfus hafa undirritað samkomulag sem felur í sér að Síminn mun sjá um heildarþjónustu á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni fyrir sveitarfélagið. Í tilkynningu frá Símanum kemur fram að Síminn mun setja upp og reka nýja IPsímstöð fyrir sveitarfélagið. Einnig mun Síminn í samstarfi við Sensa hanna, setja upp og sjá um rekstur á netumhverfi fyrir allar stofnanir sveitafélagsins þar á meðal grunnskólann sem mun verða með þráðlaust netumhverfi sem allir kennarar og nemendur skólans munu hafa aðang að. Auk þess mun Síminn sjá um rekstur á póstþjónustu sveitarfélagsins og hýsingu á vefsetri þess.

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins segir samninginn við Símann til mikilla hagsbóta fyrir íbúa í Þorlákshöfn og nærsveitum. „Þessi samningur við Símann er stórt framfaraspor bæjarfélagsins í upplýsingatæknimálum. Bæjarstjórn Ölfus hefur metnaðarfull markmið í fjarskipta- og upplýsingatæknimálum fyrir bæjarfélagið og Síminn mætti best okkar kröfum. Samningurinn mun umbylta núverandi ástandi í þessum málaflokki í öllum stofnunum bæjarins, þar á meðal í grunnskólanum, leikskólanum, bæjarskrifstofunni, bæjarbókasafninu, þjónustumiðstöðinni og við höfnina, " segir bæjarstjórinn.

Elín Rós Sveinsdóttir, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði Símans segir samninginn við Ölfus mikið ánægjuefni fyrir Símann og niðurstaða sameiginlegrar þarfagreiningar á fjarskipta- og upplýsingatæknimálum sveitarfélagsins.

Elín Rós segir að með þessum samning fái bæjarstjórn Ölfusar aðgang að nýjustu tæknilausnum frá Microsoft fyrir starfsfólk sitt eins og Windows Vista og Microsoft Office Enterprise ásamt aðgangi að fyrirtækjapósti Símans sem er hluti af HMC (Hosted Messaging and Communication Services) rekstrarumhverfi frá Microsoft sem tryggir viðskiptavinum Símans mikið rekstraröryggi.

Í dag er Síminn eina hýsingarfyrirtækið hérlendis sem nýtir HMC lausn til að tryggja rekstraröryggi hýstra upplýsingakerfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×