Viðskipti innlent

Frjálst fall úrvalsvísitölu

Kauphöllin.
Kauphöllin.

Úrvalsvísitalan er komin alveg niður undir fjögur þúsund stiga mörkin, eftir tveggja og hálfs prósents lækkun í gær. Hún hefur ekki verið lægri síðan í maílok árið 2005.

Verðmæti fyrirtækja í úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hefur lækkað um þrjátíu og sex og hálft prósent það sem af er árinu. Gengi krónunnar hefur heldur aldrei verið lægra en eftir lækkunina í gær og er Bandaríkjadollarinn kominn upp í 90 krónur og hefur ekki verið hærri síðan í júní árið 2002.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×