Viðskipti erlent

Debenhams í Bretlandi berst í bökkum

MYND/The Sun

Verslunarkeðjan Debenhams á Bretlandseyjum, sem er að hluta til í eigu Baugs, á nú í töluverðum erfiðleikum vegna fjárhagsstöðu sinnar. Fjallað er um málið í Financial Times í dag og þar segir að keðjan verði að útvega sér nýtt fjármagn til að létta á skuldastöðu sinni.

Er meðal annars rætt um að í janúar standi fyrir dyrum nýtt hlutafjárútboð hjá Debenhams. Mun málið koma til kasta stjórnar keðjunnar en 6. janúar er von á yfirliti um stöðuna. Financial Times segir að ekki sé hætta á því að Debenhams geti ekki greitt afborganir af skuldum sínum næstu sex mánuði en stjórnendur keðjunnar hafi verulegar áhyggjur af stöðunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×