Ríkið tekur yfir Fannie Mae og Freddie Mac 7. september 2008 18:52 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um yfirtöku ríkisins á fasteignasjóðunum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Mynd/AFP Bandaríska ríkið tók yfir rekstur hálfopinberu bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac í dag og mun halda um stjónartaumana út næsta ár hið minnsta. Þetta er umfangsmesta björgunaraðgerð í bandarískum fjármálaheimi til þessa. Bandaríska ríkið hefur átt stærstan hluta í Fannie Mae frá því hann var stofnaður í forsetatíð Franklin D. Roosevelts árið 1938. Freddie Mac er öllu yngri en ríkið setti hann á laggirnar árið 1970. Sá hlutur fyrirtækjanna sem ekki er í eigu ríkisins eru skráðir á hlutabréfamarkaði. Þeir eru í eigu ýmissa bandarískra stofnana og almennra hluthafa. Fyrirtækin hafa tapað fjórtán milljörðum bandaríkjadala vegna afskrifta á bandarískum fasteignalánum frá síðasta ári og hefur nú í nokkurn tíma verið beðið þess að bandaríska ríkið gripi í taumana, svo sem með því að veita nýju hlutafé í sjóðina, til að koma í veg fyrir að þeir færu í þrot. Eftir lokun hlutabréfamarkaða vestanhafs á föstudag bárust svo fregnir af því að stjórnvöld ætti í viðræðum við stjórnendur fasteignalánasjóðanna um hugsanlegar björgunaraðgerðir. Gengi þeirra beggja féll um rétt rúmlega 20 prósent í kjölfarið. Ef marka má spjallsíður hluthafa í fyrirtækjunum óttast margir að það eigi eftir að falla frekar. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði síðdegis í dag þegar tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda, að fasteignalánasjóðirnir væru of samofnir bandarískum lánamarkaðir til þess að þeir gætu farið á hliðina. Gerðist slíkt gæti það haft alvarlega afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Yfirtaka ríkisins er í nokkrum liðum. Í fyrsta lagi var skipt um forstjóra fyrirtækjanna auk þess sem ríkið mun á næstu dögum veita einum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 90 milljarða íslenskra króna, í bækur þeirra. Auk þess mun ríkið kaupa hlutafé þeirra og ráða yfir um 80 prósentum hlutafjárins þegar yfir lýkur, að sögn fréttastofu Bloomberg. Ekki liggur fyrir hversu lengi ríkið hyggst halda um stjórnartaumana á Fannie Mae og Freddie Mac. Bloomberg segir það alla vega verða út næsta ár, hið minnsta. Hluthöfum verður ekki greiddur út arður á þeim tíma öðrum en ríkinu. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríska ríkið tók yfir rekstur hálfopinberu bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac í dag og mun halda um stjónartaumana út næsta ár hið minnsta. Þetta er umfangsmesta björgunaraðgerð í bandarískum fjármálaheimi til þessa. Bandaríska ríkið hefur átt stærstan hluta í Fannie Mae frá því hann var stofnaður í forsetatíð Franklin D. Roosevelts árið 1938. Freddie Mac er öllu yngri en ríkið setti hann á laggirnar árið 1970. Sá hlutur fyrirtækjanna sem ekki er í eigu ríkisins eru skráðir á hlutabréfamarkaði. Þeir eru í eigu ýmissa bandarískra stofnana og almennra hluthafa. Fyrirtækin hafa tapað fjórtán milljörðum bandaríkjadala vegna afskrifta á bandarískum fasteignalánum frá síðasta ári og hefur nú í nokkurn tíma verið beðið þess að bandaríska ríkið gripi í taumana, svo sem með því að veita nýju hlutafé í sjóðina, til að koma í veg fyrir að þeir færu í þrot. Eftir lokun hlutabréfamarkaða vestanhafs á föstudag bárust svo fregnir af því að stjórnvöld ætti í viðræðum við stjórnendur fasteignalánasjóðanna um hugsanlegar björgunaraðgerðir. Gengi þeirra beggja féll um rétt rúmlega 20 prósent í kjölfarið. Ef marka má spjallsíður hluthafa í fyrirtækjunum óttast margir að það eigi eftir að falla frekar. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði síðdegis í dag þegar tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda, að fasteignalánasjóðirnir væru of samofnir bandarískum lánamarkaðir til þess að þeir gætu farið á hliðina. Gerðist slíkt gæti það haft alvarlega afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Yfirtaka ríkisins er í nokkrum liðum. Í fyrsta lagi var skipt um forstjóra fyrirtækjanna auk þess sem ríkið mun á næstu dögum veita einum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 90 milljarða íslenskra króna, í bækur þeirra. Auk þess mun ríkið kaupa hlutafé þeirra og ráða yfir um 80 prósentum hlutafjárins þegar yfir lýkur, að sögn fréttastofu Bloomberg. Ekki liggur fyrir hversu lengi ríkið hyggst halda um stjórnartaumana á Fannie Mae og Freddie Mac. Bloomberg segir það alla vega verða út næsta ár, hið minnsta. Hluthöfum verður ekki greiddur út arður á þeim tíma öðrum en ríkinu.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Kjartan Hansson ráðinn forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira