Ríkið tekur yfir Fannie Mae og Freddie Mac 7. september 2008 18:52 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um yfirtöku ríkisins á fasteignasjóðunum í Washington í Bandaríkjunum í dag. Mynd/AFP Bandaríska ríkið tók yfir rekstur hálfopinberu bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac í dag og mun halda um stjónartaumana út næsta ár hið minnsta. Þetta er umfangsmesta björgunaraðgerð í bandarískum fjármálaheimi til þessa. Bandaríska ríkið hefur átt stærstan hluta í Fannie Mae frá því hann var stofnaður í forsetatíð Franklin D. Roosevelts árið 1938. Freddie Mac er öllu yngri en ríkið setti hann á laggirnar árið 1970. Sá hlutur fyrirtækjanna sem ekki er í eigu ríkisins eru skráðir á hlutabréfamarkaði. Þeir eru í eigu ýmissa bandarískra stofnana og almennra hluthafa. Fyrirtækin hafa tapað fjórtán milljörðum bandaríkjadala vegna afskrifta á bandarískum fasteignalánum frá síðasta ári og hefur nú í nokkurn tíma verið beðið þess að bandaríska ríkið gripi í taumana, svo sem með því að veita nýju hlutafé í sjóðina, til að koma í veg fyrir að þeir færu í þrot. Eftir lokun hlutabréfamarkaða vestanhafs á föstudag bárust svo fregnir af því að stjórnvöld ætti í viðræðum við stjórnendur fasteignalánasjóðanna um hugsanlegar björgunaraðgerðir. Gengi þeirra beggja féll um rétt rúmlega 20 prósent í kjölfarið. Ef marka má spjallsíður hluthafa í fyrirtækjunum óttast margir að það eigi eftir að falla frekar. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði síðdegis í dag þegar tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda, að fasteignalánasjóðirnir væru of samofnir bandarískum lánamarkaðir til þess að þeir gætu farið á hliðina. Gerðist slíkt gæti það haft alvarlega afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Yfirtaka ríkisins er í nokkrum liðum. Í fyrsta lagi var skipt um forstjóra fyrirtækjanna auk þess sem ríkið mun á næstu dögum veita einum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 90 milljarða íslenskra króna, í bækur þeirra. Auk þess mun ríkið kaupa hlutafé þeirra og ráða yfir um 80 prósentum hlutafjárins þegar yfir lýkur, að sögn fréttastofu Bloomberg. Ekki liggur fyrir hversu lengi ríkið hyggst halda um stjórnartaumana á Fannie Mae og Freddie Mac. Bloomberg segir það alla vega verða út næsta ár, hið minnsta. Hluthöfum verður ekki greiddur út arður á þeim tíma öðrum en ríkinu. Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríska ríkið tók yfir rekstur hálfopinberu bandarísku fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac í dag og mun halda um stjónartaumana út næsta ár hið minnsta. Þetta er umfangsmesta björgunaraðgerð í bandarískum fjármálaheimi til þessa. Bandaríska ríkið hefur átt stærstan hluta í Fannie Mae frá því hann var stofnaður í forsetatíð Franklin D. Roosevelts árið 1938. Freddie Mac er öllu yngri en ríkið setti hann á laggirnar árið 1970. Sá hlutur fyrirtækjanna sem ekki er í eigu ríkisins eru skráðir á hlutabréfamarkaði. Þeir eru í eigu ýmissa bandarískra stofnana og almennra hluthafa. Fyrirtækin hafa tapað fjórtán milljörðum bandaríkjadala vegna afskrifta á bandarískum fasteignalánum frá síðasta ári og hefur nú í nokkurn tíma verið beðið þess að bandaríska ríkið gripi í taumana, svo sem með því að veita nýju hlutafé í sjóðina, til að koma í veg fyrir að þeir færu í þrot. Eftir lokun hlutabréfamarkaða vestanhafs á föstudag bárust svo fregnir af því að stjórnvöld ætti í viðræðum við stjórnendur fasteignalánasjóðanna um hugsanlegar björgunaraðgerðir. Gengi þeirra beggja féll um rétt rúmlega 20 prósent í kjölfarið. Ef marka má spjallsíður hluthafa í fyrirtækjunum óttast margir að það eigi eftir að falla frekar. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði síðdegis í dag þegar tilkynnt var um aðgerðir stjórnvalda, að fasteignalánasjóðirnir væru of samofnir bandarískum lánamarkaðir til þess að þeir gætu farið á hliðina. Gerðist slíkt gæti það haft alvarlega afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Yfirtaka ríkisins er í nokkrum liðum. Í fyrsta lagi var skipt um forstjóra fyrirtækjanna auk þess sem ríkið mun á næstu dögum veita einum milljarði bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 90 milljarða íslenskra króna, í bækur þeirra. Auk þess mun ríkið kaupa hlutafé þeirra og ráða yfir um 80 prósentum hlutafjárins þegar yfir lýkur, að sögn fréttastofu Bloomberg. Ekki liggur fyrir hversu lengi ríkið hyggst halda um stjórnartaumana á Fannie Mae og Freddie Mac. Bloomberg segir það alla vega verða út næsta ár, hið minnsta. Hluthöfum verður ekki greiddur út arður á þeim tíma öðrum en ríkinu.
Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira