Viðskipti erlent

Rússar ræða um fjárfestingar á Vesturlöndunum

Mikil pólitísk umræða er nú í gangi í Rússlandi um hvort nota eigi olíuauð landsins til þess að fjárfesta í fyrirtækjum á Vesturlöndum

Fjallað er um málið í breska blaðinu The Times í dag. Þar er haft eftir Dmitry Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands að nú sé til skoðunnar hvort nota eigi fé í svokölluðum Velferðarsjóð landsins til þess að kaupa skulda- og hlutabréf í vestrænum fyrirtækjum. Allir möguleikar séu uppi á borðinu.

Hinn mikli olíuauður Rússlands liggur nú í tveimur risastórum sjóðum. Sá stærri er gjaldeyrisvarasjóður landsins sem inniheldur um 125 milljarða dollara þessa stundina. Sá minni er Velferðarsjóðurinn en í honum eru 32 milljarðar dollara eða nær 2.400 milljarðar króna.

Pankin sagði á ráðstefnu rússneskra fjárfesta í London að sökum þess hve verðbólga er mikil í Rússlandi þessa stundina sé ekki talið ráðlegt að nota féið í Velferðarsjóðnum til fjárfesting innanlands þótt ekki sé vanþörf á að bæta til dæmis vegakerfi landsins.

Búist er við ákvörðun rússnesku stjórnarinnar í málinu seinna í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×