Iceland Express hagræðir í stað þess að hækka verð 20. maí 2008 15:34 Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. „Þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað um tæp 50 prósent á einu ári og verð á þjónustu hafi hækkað um 15 til 20 prósent á sama tíma hefur Iceland Express ekki hækkað verð á flugi til og frá Evrópu í sumar," segir í tilkynningu frá félaginu. Olíuhækkunin gerir það þó að verkum að fyrirtækið þarf að grípa til hagræðingaraðgerða og því var ákveðið að sameina flug. „Í stað þess að fella niður flug sem voru tiltölulega lítið bókuð eða hækka verðið var ákveðið að hagræða með því að sameina 10 flug af þeim tæplega 100 sem Iceland Express flýgur í maí. Þannig var til að mynda flug frá London Stansted til Keflavíkur, sunnudaginn 18. maí, sameinað flugi frá París. Farþegar frá London höfðu því viðkomu í París á leið sinni til Íslands. Þetta þýddi að komutíma farþega frá London seinkaði um tæpar tvær klukkustundir en öllum farþegum Iceland Express sem gáfu upp réttar upplýsingar við bókun flugsins var gert viðvart með sms-skilaboðum og tölvupósti fyrirfram og boðið að breyta bókun sinni," segir í tilkynningunni. Þá segir að engar aðrar breytingar séu fyrirhugaðar á flugi í sumar enda nánast fullbókað í öll flug yfir sumartímann. „Það er okkur mikið í mun að halda verði til og frá Íslandi lágu," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. „Við leitumst því alltaf við að ná fram hagstæðum samningum svo ferðalangar geti ferðast um Evrópu á ódýran og öruggan hátt, nú sem endranær. Meðalverð á flugmiðum hefur ekki hækkað hjá okkur í meira ár þrátt fyrir að kostnaðurinn við reksturinn hafi hækkað verulega. Einhvern veginn verður þó að bregðast við og því ákváðum við að sameina flug í maí sem voru lítið bókuð, því eins og gefur að skilja er kostnaðarsamt að fljúga með hálffulla vél. Það hefur jafnframt mun minni röskun í för með sér en að hætta við flug og því vonum við að farþegar sýni okkur skilning" segir Matthías. „Við vonum að þessar breytingar á flugi komi ekki til með að hafa mikil áhrif á ferðatilhögun viðskiptavina okkar. Við munum að sjálfsögðu láta alla vita, með sms og tölvupósti og þeir sem það kjósa geta þá gert breytingar á flugi sínu," segir forstjórinn að lokum. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þrátt fyrir að olíuverð hafi hækkað um tæp 50 prósent á einu ári og verð á þjónustu hafi hækkað um 15 til 20 prósent á sama tíma hefur Iceland Express ekki hækkað verð á flugi til og frá Evrópu í sumar," segir í tilkynningu frá félaginu. Olíuhækkunin gerir það þó að verkum að fyrirtækið þarf að grípa til hagræðingaraðgerða og því var ákveðið að sameina flug. „Í stað þess að fella niður flug sem voru tiltölulega lítið bókuð eða hækka verðið var ákveðið að hagræða með því að sameina 10 flug af þeim tæplega 100 sem Iceland Express flýgur í maí. Þannig var til að mynda flug frá London Stansted til Keflavíkur, sunnudaginn 18. maí, sameinað flugi frá París. Farþegar frá London höfðu því viðkomu í París á leið sinni til Íslands. Þetta þýddi að komutíma farþega frá London seinkaði um tæpar tvær klukkustundir en öllum farþegum Iceland Express sem gáfu upp réttar upplýsingar við bókun flugsins var gert viðvart með sms-skilaboðum og tölvupósti fyrirfram og boðið að breyta bókun sinni," segir í tilkynningunni. Þá segir að engar aðrar breytingar séu fyrirhugaðar á flugi í sumar enda nánast fullbókað í öll flug yfir sumartímann. „Það er okkur mikið í mun að halda verði til og frá Íslandi lágu," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. „Við leitumst því alltaf við að ná fram hagstæðum samningum svo ferðalangar geti ferðast um Evrópu á ódýran og öruggan hátt, nú sem endranær. Meðalverð á flugmiðum hefur ekki hækkað hjá okkur í meira ár þrátt fyrir að kostnaðurinn við reksturinn hafi hækkað verulega. Einhvern veginn verður þó að bregðast við og því ákváðum við að sameina flug í maí sem voru lítið bókuð, því eins og gefur að skilja er kostnaðarsamt að fljúga með hálffulla vél. Það hefur jafnframt mun minni röskun í för með sér en að hætta við flug og því vonum við að farþegar sýni okkur skilning" segir Matthías. „Við vonum að þessar breytingar á flugi komi ekki til með að hafa mikil áhrif á ferðatilhögun viðskiptavina okkar. Við munum að sjálfsögðu láta alla vita, með sms og tölvupósti og þeir sem það kjósa geta þá gert breytingar á flugi sínu," segir forstjórinn að lokum.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira