Sony býst við minni hagnaði 23. október 2008 09:31 Hamingjusamir viðskiptavinir í Tókýó með leikjatölvuna PlayStation 3. Mynd/AP Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum. Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna. Samkvæmt nýbirtum áætlunum er reiknað með því að rekstrarhagnaður verði 200 milljarðar jena, jafnvirði 240 milljarða íslenskra króna, á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári. Þá er reiknað með því að heildarhagnaður ársins nemi 150 milljörðum jena í stað 240. Fyrri spá hljóðaði upp á 470 milljarða jena. Erfitt rekstrarumhverfi hefur þegar sett strik í bækur Sony en fyrirtækið hagnaðist um 21 milljarð jena á þriðja ársfjórðungi samanborið við 73,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Sony er ekki eitt á báti en mikil styrking jensins gagnvart helstu gjaldmiðlum og og samdráttur í helstu viðskiptalöndum Japans hefur komið niður á japönskum útflutningsfyrirtækjum.
Erlent Fréttir Leikjavísir Viðskipti Mest lesið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira