Sakar RÚV um að kynda undir sleggjudómum og ofstæki 23. október 2008 11:27 Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sakar Ríkisútvarpið um að kynda undir sleggjudómum og ofstæki í tengslum við umfjöllun Kastljóss í gær og Silfur Egils fyrir tíu dögum. Í bréfi sem Tryggvi ritar Páli Magnússyni útvarpsstjóra segir að RÚV skuli vera hlutlaus og hlutlægur fréttamiðill. Gagnrýnir Tryggvi framgöngu Sigmars Guðmundssonar í viðtali við forsætisráðherra í gær og segir hann hafa krafið forsætisráðherra svara við spurningum sem ógerningur væri að svara. Þá gagnrýnir hann framgöngu Egils Helgasonar í Silfri Egils fyrir tíu dögum. „Í erfiðleikum, sem steðjuðu að þjóðinni fyrir 40 árum, var talað um alþingi götunnar. Þá gegndi Ríkisútvarpið mikilverðu hlutverki við að afla hlutlægra upplýsinga og skýra á yfirvegaðan hátt stöðu og framvindu mála. Nú, þegar alvarlegustu þrengingar í sögu íslenska lýðveldisins, kreppa að fólki og allir eiga um sárt að binda og enginn veit sitt rjúkandi ráð, kyndir Ríkisútvarpið undir sleggjudóma, ofstæki og fer með fávíslegt tal," segir Tryggvi í bréfi sínu. Spyr hann enn fremur hvort þetta sé gert með vilja og vitund útvarpsstjóra. Í svari Páls Magnússonar útvarpsstjóra kemur fram að hann sé hjartanlega ósammála Tryggva. „Almennt tel ég að fremur megi gagnrýna íslenska fjölmiðla fyrir linkulega framgöngu við valdamenn - kjörna, skipaða og sjálfskipaða - en hið gagnstæða. Kannski mætti segja að hlutur fjölmiðla í hinni margumtöluðu og margþættu ábyrgð á núverandi ástandi felist einmitt í því, - skorti á aðgangshörku. Í Kastljósi í gær og Silfri Egils þarsíðasta sunnudag var spurt þeirra spurninga sem brenna á vörum almennings, - sama almennings og nú er um það bil bil að axla reikning upp á nokkur hundruð milljarða króna fyrir það hvernig íslenskir auðmenn og íslensk stjórnsýsla hafa haldið á málum. Með sama hætti og flestir hafa skilning á því að forsætisráðherra getur að svo komnu máli ekki svarað öllum þessum spurningum er ég viss um að hann sjálfur hefur skilning á því að þeirra sé spurt. Það er einmitt m.a. hlutverk fréttamanna/þáttastjórnenda að spyrja fyrir hönd umbjóðenda sinna, - spyrja eins og stjórnandinn telur að áhorfendur/hlustendur myndu sjálfir vilja spyrja," segir Páll. Hann segist enn fremur telja að Ríkisútvarpið hafi staðið fyrir áreiðanlegum, hlutlægum, hófstilltum, sjálfstæðum og traustum fréttaflutningi af þeim þrengingum sem nú steðja að þjóðinni. „Af áhorfs-, hlustunar- og trúverðugleikamælingum má ráða að þjóðin er sama sinnis. Að saka Ríkisútvarpið um að hafa "...gengið í lið með dómstól götunnar, skrílmenningu..." eða kynda undir "...sleggjudóma, ofstæki..." er - og best að halda sig við hófstillt orðalag - ósanngjarnt," segir útvarpsstjóri enn fremur. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, sakar Ríkisútvarpið um að kynda undir sleggjudómum og ofstæki í tengslum við umfjöllun Kastljóss í gær og Silfur Egils fyrir tíu dögum. Í bréfi sem Tryggvi ritar Páli Magnússyni útvarpsstjóra segir að RÚV skuli vera hlutlaus og hlutlægur fréttamiðill. Gagnrýnir Tryggvi framgöngu Sigmars Guðmundssonar í viðtali við forsætisráðherra í gær og segir hann hafa krafið forsætisráðherra svara við spurningum sem ógerningur væri að svara. Þá gagnrýnir hann framgöngu Egils Helgasonar í Silfri Egils fyrir tíu dögum. „Í erfiðleikum, sem steðjuðu að þjóðinni fyrir 40 árum, var talað um alþingi götunnar. Þá gegndi Ríkisútvarpið mikilverðu hlutverki við að afla hlutlægra upplýsinga og skýra á yfirvegaðan hátt stöðu og framvindu mála. Nú, þegar alvarlegustu þrengingar í sögu íslenska lýðveldisins, kreppa að fólki og allir eiga um sárt að binda og enginn veit sitt rjúkandi ráð, kyndir Ríkisútvarpið undir sleggjudóma, ofstæki og fer með fávíslegt tal," segir Tryggvi í bréfi sínu. Spyr hann enn fremur hvort þetta sé gert með vilja og vitund útvarpsstjóra. Í svari Páls Magnússonar útvarpsstjóra kemur fram að hann sé hjartanlega ósammála Tryggva. „Almennt tel ég að fremur megi gagnrýna íslenska fjölmiðla fyrir linkulega framgöngu við valdamenn - kjörna, skipaða og sjálfskipaða - en hið gagnstæða. Kannski mætti segja að hlutur fjölmiðla í hinni margumtöluðu og margþættu ábyrgð á núverandi ástandi felist einmitt í því, - skorti á aðgangshörku. Í Kastljósi í gær og Silfri Egils þarsíðasta sunnudag var spurt þeirra spurninga sem brenna á vörum almennings, - sama almennings og nú er um það bil bil að axla reikning upp á nokkur hundruð milljarða króna fyrir það hvernig íslenskir auðmenn og íslensk stjórnsýsla hafa haldið á málum. Með sama hætti og flestir hafa skilning á því að forsætisráðherra getur að svo komnu máli ekki svarað öllum þessum spurningum er ég viss um að hann sjálfur hefur skilning á því að þeirra sé spurt. Það er einmitt m.a. hlutverk fréttamanna/þáttastjórnenda að spyrja fyrir hönd umbjóðenda sinna, - spyrja eins og stjórnandinn telur að áhorfendur/hlustendur myndu sjálfir vilja spyrja," segir Páll. Hann segist enn fremur telja að Ríkisútvarpið hafi staðið fyrir áreiðanlegum, hlutlægum, hófstilltum, sjálfstæðum og traustum fréttaflutningi af þeim þrengingum sem nú steðja að þjóðinni. „Af áhorfs-, hlustunar- og trúverðugleikamælingum má ráða að þjóðin er sama sinnis. Að saka Ríkisútvarpið um að hafa "...gengið í lið með dómstól götunnar, skrílmenningu..." eða kynda undir "...sleggjudóma, ofstæki..." er - og best að halda sig við hófstillt orðalag - ósanngjarnt," segir útvarpsstjóri enn fremur.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira