Konsertpíanistalögmálið 6. desember 2008 03:45 Í frumstæðu samfélagi ræðst það hver stjórnar ekki af hæfileikum til að stjórna heldur frekju. Það hver stjórnar hinum ýmsu verkefnum stjórnast heldur ekki af hæfileikum heldur af þeim sem er frekastir. Því þróaðri sem samfélög verða því minna hefur frekja að segja á ýmsum sviðum og vægi hæfileika eykst. Nema á því sviði þar sem frekja er hæfileiki í sjálfu sér, það er að segja í stjórnmálum. Sá hæfileiki að komast áfram innan stjórnkerfis, innan valdaapparats, hvort sem það er ríkisapparat, einkafyrirtæki, háskóli eða menningarlífið, er virðingarverður. Fólkið sem nær hæstu stöðum hefur yfirleitt hæfileika á nokkrum öðrum sviðum líka. En þó að sá sem situr í stjórn stærstu tónlistarútgáfu einhvers lands sé þannig líklega liðtækur í árshátíðarhljómsveitina þá er eflaust ekki ráðlegt að setja hann við flygilinn með symfóníuhljómsveitinni og taka upp píanókonsert númer 1 eftir Jóhannes Brahms. Þannig að þótt fólk sé tónelskt og í þeirri aðstöðu að stjórna tónlistarútgáfu þá liggur úrslitahæfileikinn sem öll útgáfan veltur á, hæfileiki konsertpíanistans sjálfs, ekki hjá því. Í litlu samfélagi er mikil hætta á að forstjóri plötuútgáfunnar setjist við flygilinn er kemur að upptökum og allir segi að afurðin sé frábær, alveg þar til hún nær út fyrir landsteinanna og þarf að sanna gildi sitt til langs tíma í miðað við sanna hæfileika. Þá sýnir sig að verkið byggir meira á frekju en hæfileikum. Af þessum sökum er það sjónarhorn að líta á fólk sem kemur sér í ráðandi stöður ekki bara sem hæfileikafólk, heldur líka sem hæfileikann sjálfan, mjög alvarleg mistök og hættuleg fyrir samfélagið. Úrslitahæfileiki stjórnanda er að sjá takmörk sín og finna afbragðs hæfileika hjá öðrum og virkja þá til að fást við verkefnin. Í þróuðu samfélagi er fólk sérhæft í að finna hæfileikafólk sem getur orðið afbragðs sérfræðingar. Sú megin skylda stjórnenda að átta sig á að þeirra er ekki hæfileikinn sjálfur, heldur eiga þeir að finna hæfileikan og virkja hann til starfans er vanrækt í vanþróuðum samfélögum eins og á íslandi. Enda sést mikill munur á yfirgengilegum krafti einkageirans þegar hann fær allt of mikið svigrúm til að nýta sanna hæfileika og svo ríkiskerfinu þar sem menn eru góðir í að komast í ráðandi stöður en eðlilega ekki færir um að skilja flóknustu hluti undir álagi þegar hlutir gerast hratt. Konsertpíanistalögmálið, það er að segja það lögmál vanþróaðra samfélaga að sá frekasti sé við flygilinn á meðan konsertpíanistinn er ekki einu sinni í tónleikahöllinni er harmleikur fyrir píanistann og tónlistarlífið í samfélaginu. Í samhengi við veruleikann, það er að segja náttúruleg átök milli hópa, sést þetta þegar hæfileikaríkasta hershöfðingjaefnið er haft í fremstu víglínu og fellur í fyrstu orrustunni. Það leiðir til þess að allir eru drepnir; líking sem er ekki langsótt að færa yfir á íslenskt samfélag undanfarin misseri. Á íslandi er sá sem ruddist að flyglinum sá sem leikur á hann en ekki konsertpíanistinn. Samt álítur viðkomandi sig vera konsertpíanistann og leikur á hljóðfærið af miklum móð, mörgum til sárrar skapraunar. Þess vegna hljómar ekki rétt tónlist í samfélaginu. Ef svo ótrúlega vill til að sá sem er ágætur forsætisráðherra er líka hæfastur til að vera seðlabankastjóri eru mjög miklar líkur á að frelsari sé fæddur og allsherjar lausn fundin á öllum vandamálum. Þá er kominn maður sem getur allt. Þá getur karlalandsliðið í fótbolta farið að gera sér vonir um Evrópumeistaratitilinn því maðurinn mun geta tekið að sér þjálfun liðsins á kvöldin eftir vinnu í bankanum. Ef maðurinn reynist ekki geta allt er líklegt að konsertpíanistaeinkennið sé virkt í samfélaginu. Þótt dæmið um seðlabankastjórann sé nærtækt af því það er mjög augljóst þá er það ekki hann sem setur samfélagið á hausinn heldur konsertpíanistalögmálið að verki í öllu samfélaginu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í frumstæðu samfélagi ræðst það hver stjórnar ekki af hæfileikum til að stjórna heldur frekju. Það hver stjórnar hinum ýmsu verkefnum stjórnast heldur ekki af hæfileikum heldur af þeim sem er frekastir. Því þróaðri sem samfélög verða því minna hefur frekja að segja á ýmsum sviðum og vægi hæfileika eykst. Nema á því sviði þar sem frekja er hæfileiki í sjálfu sér, það er að segja í stjórnmálum. Sá hæfileiki að komast áfram innan stjórnkerfis, innan valdaapparats, hvort sem það er ríkisapparat, einkafyrirtæki, háskóli eða menningarlífið, er virðingarverður. Fólkið sem nær hæstu stöðum hefur yfirleitt hæfileika á nokkrum öðrum sviðum líka. En þó að sá sem situr í stjórn stærstu tónlistarútgáfu einhvers lands sé þannig líklega liðtækur í árshátíðarhljómsveitina þá er eflaust ekki ráðlegt að setja hann við flygilinn með symfóníuhljómsveitinni og taka upp píanókonsert númer 1 eftir Jóhannes Brahms. Þannig að þótt fólk sé tónelskt og í þeirri aðstöðu að stjórna tónlistarútgáfu þá liggur úrslitahæfileikinn sem öll útgáfan veltur á, hæfileiki konsertpíanistans sjálfs, ekki hjá því. Í litlu samfélagi er mikil hætta á að forstjóri plötuútgáfunnar setjist við flygilinn er kemur að upptökum og allir segi að afurðin sé frábær, alveg þar til hún nær út fyrir landsteinanna og þarf að sanna gildi sitt til langs tíma í miðað við sanna hæfileika. Þá sýnir sig að verkið byggir meira á frekju en hæfileikum. Af þessum sökum er það sjónarhorn að líta á fólk sem kemur sér í ráðandi stöður ekki bara sem hæfileikafólk, heldur líka sem hæfileikann sjálfan, mjög alvarleg mistök og hættuleg fyrir samfélagið. Úrslitahæfileiki stjórnanda er að sjá takmörk sín og finna afbragðs hæfileika hjá öðrum og virkja þá til að fást við verkefnin. Í þróuðu samfélagi er fólk sérhæft í að finna hæfileikafólk sem getur orðið afbragðs sérfræðingar. Sú megin skylda stjórnenda að átta sig á að þeirra er ekki hæfileikinn sjálfur, heldur eiga þeir að finna hæfileikan og virkja hann til starfans er vanrækt í vanþróuðum samfélögum eins og á íslandi. Enda sést mikill munur á yfirgengilegum krafti einkageirans þegar hann fær allt of mikið svigrúm til að nýta sanna hæfileika og svo ríkiskerfinu þar sem menn eru góðir í að komast í ráðandi stöður en eðlilega ekki færir um að skilja flóknustu hluti undir álagi þegar hlutir gerast hratt. Konsertpíanistalögmálið, það er að segja það lögmál vanþróaðra samfélaga að sá frekasti sé við flygilinn á meðan konsertpíanistinn er ekki einu sinni í tónleikahöllinni er harmleikur fyrir píanistann og tónlistarlífið í samfélaginu. Í samhengi við veruleikann, það er að segja náttúruleg átök milli hópa, sést þetta þegar hæfileikaríkasta hershöfðingjaefnið er haft í fremstu víglínu og fellur í fyrstu orrustunni. Það leiðir til þess að allir eru drepnir; líking sem er ekki langsótt að færa yfir á íslenskt samfélag undanfarin misseri. Á íslandi er sá sem ruddist að flyglinum sá sem leikur á hann en ekki konsertpíanistinn. Samt álítur viðkomandi sig vera konsertpíanistann og leikur á hljóðfærið af miklum móð, mörgum til sárrar skapraunar. Þess vegna hljómar ekki rétt tónlist í samfélaginu. Ef svo ótrúlega vill til að sá sem er ágætur forsætisráðherra er líka hæfastur til að vera seðlabankastjóri eru mjög miklar líkur á að frelsari sé fæddur og allsherjar lausn fundin á öllum vandamálum. Þá er kominn maður sem getur allt. Þá getur karlalandsliðið í fótbolta farið að gera sér vonir um Evrópumeistaratitilinn því maðurinn mun geta tekið að sér þjálfun liðsins á kvöldin eftir vinnu í bankanum. Ef maðurinn reynist ekki geta allt er líklegt að konsertpíanistaeinkennið sé virkt í samfélaginu. Þótt dæmið um seðlabankastjórann sé nærtækt af því það er mjög augljóst þá er það ekki hann sem setur samfélagið á hausinn heldur konsertpíanistalögmálið að verki í öllu samfélaginu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar