Viðskipti erlent

800 sóttu um en 22 fengu flugliðastarf

Það var glatt á hjalla hjá nýútskrifuðum flugliðum Iceland Express við útskriftina sl. föstudag.
Það var glatt á hjalla hjá nýútskrifuðum flugliðum Iceland Express við útskriftina sl. föstudag.

Iceland Express útskrifaði sl. föstudag 22 flugliða sem stundað hafa stíft nýliðanám hjá félaginu síðustu mánuði. Þeir hefja störf í háloftunum fyrir Iceland Express um miðjan maí þegar sumaráætlun félagsins hefst.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.

„Margir voru kallaðir en fáir útvaldir að þessu sinni, því að um það bil 800 umsóknir bárust þegar auglýst var eftir nýliðum í vetur en einungis 22 nýjar stöður voru lausar. Því er óhætt að segja að einungis þeir allra bestu hafi komist í gegnum nálaraugað hjá Iceland Express og munu farþegar félagsins án efa njóta góðs af því í sumar.

Nýliðanámið hjá Iceland Express er umfangsmikið enda þurfa flugliðar að geta brugðist við ýmsum aðstæðum sem upp geta komið í háloftunum. Mesta áherslan er lögð á þætti sem tengjast öryggi um borð, notkun öryggisbúnaðar flugvélanna, skyndihjálp og þar fram eftir götunum. Jafnframt á Iceland Express í góðu samstarfi við sérsveit Ríkislögreglustjóra sem þjálfar flugliðana í að afstýra mögulegum vandræðum í flugi. Einnig er farið vandlega í allt sem tengist hefðbundnari þjónustu og umönnun farþega.

Dúxinn í flugliðanáminu að þessu sinni var Þorleifur Thorlacius en þrír piltar og nítján stúlkur útskrifuðust úr flugliðanámi Iceland Express að þessu sinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×