Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín - sýnið nú kjarkinn Reynir Ingibjartsson skrifar 6. desember 2008 05:15 Það er undarlegt ástand á Íslandi. Reikningur upp á líklega fjögurþúsund milljarða króna bíður greiðslu á næstu árum og þá er ótalið allt sem tapast í atvinnumissi, húsnæðismissi og fyrirtækjamissi. Talan er komin í 13 milljónir á hvert mannsbarn. Enginn þykist ábyrgur. Sem andsvar við félagshyggju 20. aldar og róttækni áranna kringum 1970, reis kapítalisminn upp endurnærður af frjálshyggjunni með valdatöku Reagans og Thatcher um 1980. Á Íslandi hljómaði slagorðið „báknið burt" og fyrsta skrefið var tekið 1982, þegar Davíð Oddsson settist í borgarstjórastólinn í Reykjavík. Fremstur á fjósbitanum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson setið og þulið kennisetningar og persónuníð meðan Davíð sigldi eftir vindi hverju sinni og hefur nú stjórnvöld í gíslingu með fjármálalegu (og pólitísku) valdi sínu í Seðlabankanum - staður sem átti að vera dvalarheimili fyrrverandi stjórnmálamanna. Á forsætisráðherraárum Davíðs Oddssonar varð Ísland að sýningarglugga um einkavæðingu og markaðsvæðingu, þar sem allur heimurinn átti að vera undir í útrás víkinganna. Fremstir fóru bankarnir - musteri fjármagnsins sem gerðu hefðbundin innlán og útlán að aukabúgrein. Söluna á þeim handsalaði forsætisráðherrann. Blandað hagkerfi var nú liðin tíð og fyrirtæki höfðu fyrst og fremst þann tilgang að ganga kaupum og sölum með sem mestum hagnaði. Kóngurinn í þessu ríki var sem fyrr Bubbi kóngur úr Herranótt MR fyrir 40 árum eða svo. Fjandvinurinn - forsetinn var svo besti sölumaðurinn. Það er margt skrítið í henni veröld. Nú er Ísland komið í kennslubækurnar um þjóðarhrun, þar sem hömlulaus kapítalismi kippti fótunum undan öllu á einni nóttu. Það skal enginn vanmeta Davíð Oddsson. Þegar hann hafði náð völdum í MR var hann fljótur að setja stuðningsmenn sína af, væru þeir honum ekki þóknanlegir. Hann skipti um skoðun í Evrópumálunum eftir að Jón Baldvin hafði lyft honum í forsætisráðherrastólinn og gerðist andstæðingur ESB. Eftir að hafa selt allar bestu eigur ríkisins og hleypt útrásarvíkingunum með þær út úr Íslandsfjósinu, kallar hann þessa aðila, óreiðufólk, sem sett hafi þjóðina á hausinn. Ríkisstjórnina skammar hann fyrir andvaraleysi, þótt hann hafi á sínum tíma lagt niður aðhaldstæki hennar - Þjóðhagsstofnun með einu pennastriki. Hann kann alla klækina á leiksviðinu og drottnar yfir salnum. Nú er aftur kallað eftir „sterka manninum". Davíð er maðurinn sem varaði við hruninu. Hann tekur ákvarðanir og ber í borðið. Við borgum engar óreiðuskuldir í útlöndum. Krónunni skal lyft með handafli og vei þeim sem ætla í Evrópusambandið. Nú þegar er hann orðinn holdgervingur þeirra sem eru á móti inngöngu í ESB. Stuðningsmennirnir eru jafn ólíkir hópar eins og frjálshyggjumenn sem sjá vinstrislagsíðu í Evrópu, vinstri menn sem sjá þar hið gagnstæða og svo þjóðernissinnar með Ísland fyrir Íslendinga - skítt með hina. Skapbrestir eins og langrækni og valdsækni verða að kostum við þessar kringumstæður. Man einhver eftir Ceausescu, fyrrum forseta Rúmeníu? Það hafa ekki margir haft burði og kjark til að standa uppi í hárinu á Davíð Oddssyni í gegnum árin. Það sást vel þegar verið var að berja í gegn núverandi lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Upp á þau skrifuðu jafn ólíkir menn eins og Guðni Ágústsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Þá var talað um „konu úti í bæ" (ISG) sem hefði komið í þinghúsið og ruglað hina breiðu samstöðu. Það er ekki gleymt. Það ætti að vera hverjum manni augljóst nú, þegar fjárráðin hafa nánast verið tekin af okkur, að ríkisstjórn og Seðlabanki verða að ganga í takt. Nógu er nú slæmt ástandið. Sporgöngumann Davíðs alla tíð, Geir H. Haarde virðist skorta vilja til að komast úr þeim sporum. Þá er ekki öðrum til að dreifa en formanni Samfylkingarinnar og varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Allar götur síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í borgarstjórn 1982, hefur hún mætt Davíð Oddssyni sem jafnoki. Langlundargeð er oft nauðsynlegt, en þegar mælirinn fyllist, þarf að hella úr honum innihaldinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur lært úr föðurgarði að standa á sinni sannfæringu. Lengstum hefur hún verið eini ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sagt við Davíð: ,,hingað en ekki lengra". Þessar glæsilegu stjórnmálakonur verða nú að taka af skarið - annars verða þær hluti af veröld sem var og dragast með straumnum - niður. Eftir situr hnípin þjóð á bakkanum þ.e.a.s. þeir sem ekki verða farnir af landi brott. Höfundur starfar við kortaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er undarlegt ástand á Íslandi. Reikningur upp á líklega fjögurþúsund milljarða króna bíður greiðslu á næstu árum og þá er ótalið allt sem tapast í atvinnumissi, húsnæðismissi og fyrirtækjamissi. Talan er komin í 13 milljónir á hvert mannsbarn. Enginn þykist ábyrgur. Sem andsvar við félagshyggju 20. aldar og róttækni áranna kringum 1970, reis kapítalisminn upp endurnærður af frjálshyggjunni með valdatöku Reagans og Thatcher um 1980. Á Íslandi hljómaði slagorðið „báknið burt" og fyrsta skrefið var tekið 1982, þegar Davíð Oddsson settist í borgarstjórastólinn í Reykjavík. Fremstur á fjósbitanum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson setið og þulið kennisetningar og persónuníð meðan Davíð sigldi eftir vindi hverju sinni og hefur nú stjórnvöld í gíslingu með fjármálalegu (og pólitísku) valdi sínu í Seðlabankanum - staður sem átti að vera dvalarheimili fyrrverandi stjórnmálamanna. Á forsætisráðherraárum Davíðs Oddssonar varð Ísland að sýningarglugga um einkavæðingu og markaðsvæðingu, þar sem allur heimurinn átti að vera undir í útrás víkinganna. Fremstir fóru bankarnir - musteri fjármagnsins sem gerðu hefðbundin innlán og útlán að aukabúgrein. Söluna á þeim handsalaði forsætisráðherrann. Blandað hagkerfi var nú liðin tíð og fyrirtæki höfðu fyrst og fremst þann tilgang að ganga kaupum og sölum með sem mestum hagnaði. Kóngurinn í þessu ríki var sem fyrr Bubbi kóngur úr Herranótt MR fyrir 40 árum eða svo. Fjandvinurinn - forsetinn var svo besti sölumaðurinn. Það er margt skrítið í henni veröld. Nú er Ísland komið í kennslubækurnar um þjóðarhrun, þar sem hömlulaus kapítalismi kippti fótunum undan öllu á einni nóttu. Það skal enginn vanmeta Davíð Oddsson. Þegar hann hafði náð völdum í MR var hann fljótur að setja stuðningsmenn sína af, væru þeir honum ekki þóknanlegir. Hann skipti um skoðun í Evrópumálunum eftir að Jón Baldvin hafði lyft honum í forsætisráðherrastólinn og gerðist andstæðingur ESB. Eftir að hafa selt allar bestu eigur ríkisins og hleypt útrásarvíkingunum með þær út úr Íslandsfjósinu, kallar hann þessa aðila, óreiðufólk, sem sett hafi þjóðina á hausinn. Ríkisstjórnina skammar hann fyrir andvaraleysi, þótt hann hafi á sínum tíma lagt niður aðhaldstæki hennar - Þjóðhagsstofnun með einu pennastriki. Hann kann alla klækina á leiksviðinu og drottnar yfir salnum. Nú er aftur kallað eftir „sterka manninum". Davíð er maðurinn sem varaði við hruninu. Hann tekur ákvarðanir og ber í borðið. Við borgum engar óreiðuskuldir í útlöndum. Krónunni skal lyft með handafli og vei þeim sem ætla í Evrópusambandið. Nú þegar er hann orðinn holdgervingur þeirra sem eru á móti inngöngu í ESB. Stuðningsmennirnir eru jafn ólíkir hópar eins og frjálshyggjumenn sem sjá vinstrislagsíðu í Evrópu, vinstri menn sem sjá þar hið gagnstæða og svo þjóðernissinnar með Ísland fyrir Íslendinga - skítt með hina. Skapbrestir eins og langrækni og valdsækni verða að kostum við þessar kringumstæður. Man einhver eftir Ceausescu, fyrrum forseta Rúmeníu? Það hafa ekki margir haft burði og kjark til að standa uppi í hárinu á Davíð Oddssyni í gegnum árin. Það sást vel þegar verið var að berja í gegn núverandi lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Upp á þau skrifuðu jafn ólíkir menn eins og Guðni Ágústsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Þá var talað um „konu úti í bæ" (ISG) sem hefði komið í þinghúsið og ruglað hina breiðu samstöðu. Það er ekki gleymt. Það ætti að vera hverjum manni augljóst nú, þegar fjárráðin hafa nánast verið tekin af okkur, að ríkisstjórn og Seðlabanki verða að ganga í takt. Nógu er nú slæmt ástandið. Sporgöngumann Davíðs alla tíð, Geir H. Haarde virðist skorta vilja til að komast úr þeim sporum. Þá er ekki öðrum til að dreifa en formanni Samfylkingarinnar og varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Allar götur síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í borgarstjórn 1982, hefur hún mætt Davíð Oddssyni sem jafnoki. Langlundargeð er oft nauðsynlegt, en þegar mælirinn fyllist, þarf að hella úr honum innihaldinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur lært úr föðurgarði að standa á sinni sannfæringu. Lengstum hefur hún verið eini ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sagt við Davíð: ,,hingað en ekki lengra". Þessar glæsilegu stjórnmálakonur verða nú að taka af skarið - annars verða þær hluti af veröld sem var og dragast með straumnum - niður. Eftir situr hnípin þjóð á bakkanum þ.e.a.s. þeir sem ekki verða farnir af landi brott. Höfundur starfar við kortaútgáfu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar