Ingibjörg Sólrún og Þorgerður Katrín - sýnið nú kjarkinn Reynir Ingibjartsson skrifar 6. desember 2008 05:15 Það er undarlegt ástand á Íslandi. Reikningur upp á líklega fjögurþúsund milljarða króna bíður greiðslu á næstu árum og þá er ótalið allt sem tapast í atvinnumissi, húsnæðismissi og fyrirtækjamissi. Talan er komin í 13 milljónir á hvert mannsbarn. Enginn þykist ábyrgur. Sem andsvar við félagshyggju 20. aldar og róttækni áranna kringum 1970, reis kapítalisminn upp endurnærður af frjálshyggjunni með valdatöku Reagans og Thatcher um 1980. Á Íslandi hljómaði slagorðið „báknið burt" og fyrsta skrefið var tekið 1982, þegar Davíð Oddsson settist í borgarstjórastólinn í Reykjavík. Fremstur á fjósbitanum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson setið og þulið kennisetningar og persónuníð meðan Davíð sigldi eftir vindi hverju sinni og hefur nú stjórnvöld í gíslingu með fjármálalegu (og pólitísku) valdi sínu í Seðlabankanum - staður sem átti að vera dvalarheimili fyrrverandi stjórnmálamanna. Á forsætisráðherraárum Davíðs Oddssonar varð Ísland að sýningarglugga um einkavæðingu og markaðsvæðingu, þar sem allur heimurinn átti að vera undir í útrás víkinganna. Fremstir fóru bankarnir - musteri fjármagnsins sem gerðu hefðbundin innlán og útlán að aukabúgrein. Söluna á þeim handsalaði forsætisráðherrann. Blandað hagkerfi var nú liðin tíð og fyrirtæki höfðu fyrst og fremst þann tilgang að ganga kaupum og sölum með sem mestum hagnaði. Kóngurinn í þessu ríki var sem fyrr Bubbi kóngur úr Herranótt MR fyrir 40 árum eða svo. Fjandvinurinn - forsetinn var svo besti sölumaðurinn. Það er margt skrítið í henni veröld. Nú er Ísland komið í kennslubækurnar um þjóðarhrun, þar sem hömlulaus kapítalismi kippti fótunum undan öllu á einni nóttu. Það skal enginn vanmeta Davíð Oddsson. Þegar hann hafði náð völdum í MR var hann fljótur að setja stuðningsmenn sína af, væru þeir honum ekki þóknanlegir. Hann skipti um skoðun í Evrópumálunum eftir að Jón Baldvin hafði lyft honum í forsætisráðherrastólinn og gerðist andstæðingur ESB. Eftir að hafa selt allar bestu eigur ríkisins og hleypt útrásarvíkingunum með þær út úr Íslandsfjósinu, kallar hann þessa aðila, óreiðufólk, sem sett hafi þjóðina á hausinn. Ríkisstjórnina skammar hann fyrir andvaraleysi, þótt hann hafi á sínum tíma lagt niður aðhaldstæki hennar - Þjóðhagsstofnun með einu pennastriki. Hann kann alla klækina á leiksviðinu og drottnar yfir salnum. Nú er aftur kallað eftir „sterka manninum". Davíð er maðurinn sem varaði við hruninu. Hann tekur ákvarðanir og ber í borðið. Við borgum engar óreiðuskuldir í útlöndum. Krónunni skal lyft með handafli og vei þeim sem ætla í Evrópusambandið. Nú þegar er hann orðinn holdgervingur þeirra sem eru á móti inngöngu í ESB. Stuðningsmennirnir eru jafn ólíkir hópar eins og frjálshyggjumenn sem sjá vinstrislagsíðu í Evrópu, vinstri menn sem sjá þar hið gagnstæða og svo þjóðernissinnar með Ísland fyrir Íslendinga - skítt með hina. Skapbrestir eins og langrækni og valdsækni verða að kostum við þessar kringumstæður. Man einhver eftir Ceausescu, fyrrum forseta Rúmeníu? Það hafa ekki margir haft burði og kjark til að standa uppi í hárinu á Davíð Oddssyni í gegnum árin. Það sást vel þegar verið var að berja í gegn núverandi lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Upp á þau skrifuðu jafn ólíkir menn eins og Guðni Ágústsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Þá var talað um „konu úti í bæ" (ISG) sem hefði komið í þinghúsið og ruglað hina breiðu samstöðu. Það er ekki gleymt. Það ætti að vera hverjum manni augljóst nú, þegar fjárráðin hafa nánast verið tekin af okkur, að ríkisstjórn og Seðlabanki verða að ganga í takt. Nógu er nú slæmt ástandið. Sporgöngumann Davíðs alla tíð, Geir H. Haarde virðist skorta vilja til að komast úr þeim sporum. Þá er ekki öðrum til að dreifa en formanni Samfylkingarinnar og varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Allar götur síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í borgarstjórn 1982, hefur hún mætt Davíð Oddssyni sem jafnoki. Langlundargeð er oft nauðsynlegt, en þegar mælirinn fyllist, þarf að hella úr honum innihaldinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur lært úr föðurgarði að standa á sinni sannfæringu. Lengstum hefur hún verið eini ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sagt við Davíð: ,,hingað en ekki lengra". Þessar glæsilegu stjórnmálakonur verða nú að taka af skarið - annars verða þær hluti af veröld sem var og dragast með straumnum - niður. Eftir situr hnípin þjóð á bakkanum þ.e.a.s. þeir sem ekki verða farnir af landi brott. Höfundur starfar við kortaútgáfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er undarlegt ástand á Íslandi. Reikningur upp á líklega fjögurþúsund milljarða króna bíður greiðslu á næstu árum og þá er ótalið allt sem tapast í atvinnumissi, húsnæðismissi og fyrirtækjamissi. Talan er komin í 13 milljónir á hvert mannsbarn. Enginn þykist ábyrgur. Sem andsvar við félagshyggju 20. aldar og róttækni áranna kringum 1970, reis kapítalisminn upp endurnærður af frjálshyggjunni með valdatöku Reagans og Thatcher um 1980. Á Íslandi hljómaði slagorðið „báknið burt" og fyrsta skrefið var tekið 1982, þegar Davíð Oddsson settist í borgarstjórastólinn í Reykjavík. Fremstur á fjósbitanum hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson setið og þulið kennisetningar og persónuníð meðan Davíð sigldi eftir vindi hverju sinni og hefur nú stjórnvöld í gíslingu með fjármálalegu (og pólitísku) valdi sínu í Seðlabankanum - staður sem átti að vera dvalarheimili fyrrverandi stjórnmálamanna. Á forsætisráðherraárum Davíðs Oddssonar varð Ísland að sýningarglugga um einkavæðingu og markaðsvæðingu, þar sem allur heimurinn átti að vera undir í útrás víkinganna. Fremstir fóru bankarnir - musteri fjármagnsins sem gerðu hefðbundin innlán og útlán að aukabúgrein. Söluna á þeim handsalaði forsætisráðherrann. Blandað hagkerfi var nú liðin tíð og fyrirtæki höfðu fyrst og fremst þann tilgang að ganga kaupum og sölum með sem mestum hagnaði. Kóngurinn í þessu ríki var sem fyrr Bubbi kóngur úr Herranótt MR fyrir 40 árum eða svo. Fjandvinurinn - forsetinn var svo besti sölumaðurinn. Það er margt skrítið í henni veröld. Nú er Ísland komið í kennslubækurnar um þjóðarhrun, þar sem hömlulaus kapítalismi kippti fótunum undan öllu á einni nóttu. Það skal enginn vanmeta Davíð Oddsson. Þegar hann hafði náð völdum í MR var hann fljótur að setja stuðningsmenn sína af, væru þeir honum ekki þóknanlegir. Hann skipti um skoðun í Evrópumálunum eftir að Jón Baldvin hafði lyft honum í forsætisráðherrastólinn og gerðist andstæðingur ESB. Eftir að hafa selt allar bestu eigur ríkisins og hleypt útrásarvíkingunum með þær út úr Íslandsfjósinu, kallar hann þessa aðila, óreiðufólk, sem sett hafi þjóðina á hausinn. Ríkisstjórnina skammar hann fyrir andvaraleysi, þótt hann hafi á sínum tíma lagt niður aðhaldstæki hennar - Þjóðhagsstofnun með einu pennastriki. Hann kann alla klækina á leiksviðinu og drottnar yfir salnum. Nú er aftur kallað eftir „sterka manninum". Davíð er maðurinn sem varaði við hruninu. Hann tekur ákvarðanir og ber í borðið. Við borgum engar óreiðuskuldir í útlöndum. Krónunni skal lyft með handafli og vei þeim sem ætla í Evrópusambandið. Nú þegar er hann orðinn holdgervingur þeirra sem eru á móti inngöngu í ESB. Stuðningsmennirnir eru jafn ólíkir hópar eins og frjálshyggjumenn sem sjá vinstrislagsíðu í Evrópu, vinstri menn sem sjá þar hið gagnstæða og svo þjóðernissinnar með Ísland fyrir Íslendinga - skítt með hina. Skapbrestir eins og langrækni og valdsækni verða að kostum við þessar kringumstæður. Man einhver eftir Ceausescu, fyrrum forseta Rúmeníu? Það hafa ekki margir haft burði og kjark til að standa uppi í hárinu á Davíð Oddssyni í gegnum árin. Það sást vel þegar verið var að berja í gegn núverandi lög um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Upp á þau skrifuðu jafn ólíkir menn eins og Guðni Ágústsson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Þá var talað um „konu úti í bæ" (ISG) sem hefði komið í þinghúsið og ruglað hina breiðu samstöðu. Það er ekki gleymt. Það ætti að vera hverjum manni augljóst nú, þegar fjárráðin hafa nánast verið tekin af okkur, að ríkisstjórn og Seðlabanki verða að ganga í takt. Nógu er nú slæmt ástandið. Sporgöngumann Davíðs alla tíð, Geir H. Haarde virðist skorta vilja til að komast úr þeim sporum. Þá er ekki öðrum til að dreifa en formanni Samfylkingarinnar og varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Allar götur síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir settist í borgarstjórn 1982, hefur hún mætt Davíð Oddssyni sem jafnoki. Langlundargeð er oft nauðsynlegt, en þegar mælirinn fyllist, þarf að hella úr honum innihaldinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur lært úr föðurgarði að standa á sinni sannfæringu. Lengstum hefur hún verið eini ráðamaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur sagt við Davíð: ,,hingað en ekki lengra". Þessar glæsilegu stjórnmálakonur verða nú að taka af skarið - annars verða þær hluti af veröld sem var og dragast með straumnum - niður. Eftir situr hnípin þjóð á bakkanum þ.e.a.s. þeir sem ekki verða farnir af landi brott. Höfundur starfar við kortaútgáfu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun