Erlent

Gates ríkasti Bandaríkjamaðurinn

Bill Gates er ríkasti Bandaríkjamaðurinn fimmtánda árið í röð. Í dag var birtur listi yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina en það er tímaritið Forbes sem tekur saman.

Listinn ber þess merki að samdráttur sé í bandaríska efnahagskerfinu því auðæfi þeirra sem eru á listanum eru minni en í fyrra.

Yngsti maðurinn á listanum er stofandi Facebook, Mark Zuckerberg, en hann er aðeins 24 ára gamall en metinn á einn og hálfan milljarð dollara.

Listann í heild sinni má sjá hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×