SÍBS í þágu landsmanna 27. desember 2008 06:00 Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. Þörfin var brýn og aðstæðum berklasjúklinga á þessum tíma er vel lýst með orðum Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar í grein sem hann skrifaði í blaðið Berklavörn 1940: „Eftir að ég kom af hælinu allslaus og linur til heilsu, að hírast í kjallarakompum, sem ekki líktust neinum mannabústöðum, fékk sjaldan nægju mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin." Stofnendur SÍBS hófust strax handa um stofnun deilda um allt land, undir nafninu Berklavörn. Fjársöfnun var undirbúin og 6. október 1939 voru seld merki SÍBS og blaðið Berklavörn og dagurinn nefndur „Berklavarnardagur". Það var gengið nánast í hvert hús á landinu og viðtökur voru slíkar að unnt var að byggja Reykjalund og hefja starf sem löngu er landsþekkt. SÍBS hefur frá þeim tíma „átt" fyrsta sunnudag í október og sá dagur m.a. verið nýttur til fjáröflunar og kynningar. Síðustu áratugi hefur dagurinn verið nefndur SÍBS dagurinn. Ráðist var í kaup á landi af Reykjabændum í Mosfellssveit. Á því landi var jarðhiti og braggar eftir herinn, sem síðar voru notaðir fyrir eldhús, borðstofu og verkstæði. Bygging 10 smáhýsa hófst 1944 og voru 5 þeirra tilbúin 1. febrúar 1945 en þá tók vinnuheimilið til starfa undir nafninu Reykjalundur. Þessi ár og næstu var safnað fé og áfram var byggt og aðalbygging Reykjalundar tekin í notkun 1. febrúar 1950. Þá fjölgaði vistmönnum úr 40 í 90. Markmið SÍBSMarkmið SÍBS er að styðja sjúka til sjálfsbjargar með forvörnum, endurhæfingu og félagslegri uppbyggingu. SÍBS sameinar innan vébanda sinna fólk með berkla, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, astma og ofnæmi og svefnháðar öndunartruflanir og vinnur að því að heilbrigðisþjónusta og félagsleg aðstaða þess fólks sé sem fullkomnust. Aðildarfélög og starfsemiMeð tilkomu berklalyfjanna um miðja síðustu öld fór berklasjúklingum fækkandi. Með fækkun þeirra var talið rétt að fá aðra brjóstholssjúklinga til liðs við SÍBS. Astma- og ofnæmisfélagið gerðist aðili að SÍBS árið 1974. Það ár var nafni samtakanna breytt í Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Landssamtök hjartasjúklinga - nú Hjartaheill - urðu svo aðilar að samtökunum árið 1992. Vífilstaðadeild SÍBS - Nú Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir, gengu í samtökin árið 1994 og Samtök lungnasjúklinga árið 1998.Auk Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar starfrækir SÍBS Múlalund, vinnustofu fyrir öryrkja og Happdrætti SÍBS sem er kjölfesta alls starfs SÍBS. Í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni rekur SÍBS Múlabæ, dagvistun fyrir aldraða og Hlíðabæ, dagvistun fyrir minnissjúka. HL- stöðvar voru stofnaðar af SÍBS, Landssamtökum hjartasjúklinga og Hjartavernd. Þar er veitt endurhæfing eftir veikindi og aðgerðir auk viðhaldsþjálfunar.SÍBS blaðið er gefið út í 8-10 þúsund eintökum og dreift til allra félagsmanna SÍBS, á sjúkrahús, þjálfunarstaði og aðrar sjúkrastofnanir. Heimasíða SÍBS er sibs.is. Þar er að finna upplýsingar um SÍBS, Happdrætti SÍBS og aðildarfélög samtakanna.Skrifstofur SÍBS eru í Síðumúla 6 í Reykjavík. Þar er aðalumboð og höfuðstöðvar Happdrættis SÍBS. Starfsmenn SÍBS og Happdrættis SÍBS starfa þar ásamt starfsmönnum Hjartaheilla, Astma- og ofnæmisfélagsins og Samtaka lungnasjúklinga. Skrifstofan er opin 8.45 til 16.00. Endurhæfing á ReykjalundiÁ Reykjalundi eru eftirtalin endurhæfingarsvið: svið fyrir gigtarsjúka, fyrir geðsjúka, fyrir þá sem hafa orðið fyrir áfalli í miðtaugakerfi, fyrir fólk sem á við langvinn verkjavandamál að stríða, fólk sem glímir við ofþyngd, börn og ungmenni sem ekki hafa náð eðlilegum þroska, auk sérstakra endurhæfingarsviða fyrir annars vegar hjartasjúklinga og hins vegar lungnasjúklinga. Þá er starfandi sérstakt svið atvinnuendurhæfingar.Á hverju sviði er starfsmannateymi og hafa þau náð að þróa með ágætum aðferðir og tækni í endurhæfingu innan hvers sviðs. Starfsfólk Reykjalundar hefur leitast við að fylgjast vel með breyttum lifnaðarháttum landsmanna og svara breyttum þörfum sem skapast hafa m.a. með svokölluðum „lífsstílssjúkdómum". Þetta hlýtur að teljast afar mikilvægt á tímum örra breytinga sem m.a. koma til vegna hreyfingarleysis og breytts mataræðis.Í janúar 2002 var tekin í notkun á Reykjalundi 2.700 fermetra þjálfunarhús með sundlaug og þjálfunarlaug, pottum, stórum þjálfunarsölum og margvíslegri annarri aðstöðu. Hluti byggingarkostnaðar var fjármagnaður með landssöfnun 1998 og hægt var að hefja byggingu þessa glæsilega húss. Byggingin hefur þegar sannað ríkulega gildi sitt og stórbætt aðstöðu til endurhæfingar. En þörfin fyrir endurhæfingu er mikil og biðlisti sjúklinga langur. Happdrætti SÍBS – stuðningur landsmannaLandsmenn hafa í gegnum tíðina haldið tryggð við starfsemi SÍBS og í samstarfi við þjóðina hefur SÍBS tekist að byggja upp og bjóða upp á þjónustu á heimsmælikvarða sem opin er öllum landsmönnum. Um þessar mundir er sérstaklega brýn þörf fyrir forvarnir og endurhæfingu og aðra þá þjónustu sem SÍBS veitir og þá uppbyggingu sem á sér stað á vegum samtakanna.Auðveldasta leiðin til þess að styðja við starfsemi SÍBS er að kaupa miða í Happdrætti SÍBS. Þannig er hægt að aðstoða SÍBS við að ná fram markmiðum sínum og renna þannig enn frekari stoðum undir þá mikilvægu starfsemi sem unnið er að hjá SÍBS - á Reykjalundi og í öðrum rekstrareiningum á vegum samtakanna.Tugir þúsunda einstaklinga hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi og annarrar þjónustu á vegum SÍBS og áfram munu samtökin vinna í þágu landsmanna undir kjörorðum SÍBS: „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar".Höfundur er framkvæmdastjóri hjá SÍBS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hinn 24. október 1938 komu berklasjúklingar saman á Vífilsstaðahæli til að stofna Samband íslenskra berklasjúklinga. Tilgangurinn var að hjálpa útskrifuðum berklasjúklingum að ná fótfestu í lífinu, eftir ára eða áratuga dvöl á heilsuhælum. Þörfin var brýn og aðstæðum berklasjúklinga á þessum tíma er vel lýst með orðum Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar í grein sem hann skrifaði í blaðið Berklavörn 1940: „Eftir að ég kom af hælinu allslaus og linur til heilsu, að hírast í kjallarakompum, sem ekki líktust neinum mannabústöðum, fékk sjaldan nægju mína að éta og aldrei holla fæðu, skjólföt sæmileg átti ég engin." Stofnendur SÍBS hófust strax handa um stofnun deilda um allt land, undir nafninu Berklavörn. Fjársöfnun var undirbúin og 6. október 1939 voru seld merki SÍBS og blaðið Berklavörn og dagurinn nefndur „Berklavarnardagur". Það var gengið nánast í hvert hús á landinu og viðtökur voru slíkar að unnt var að byggja Reykjalund og hefja starf sem löngu er landsþekkt. SÍBS hefur frá þeim tíma „átt" fyrsta sunnudag í október og sá dagur m.a. verið nýttur til fjáröflunar og kynningar. Síðustu áratugi hefur dagurinn verið nefndur SÍBS dagurinn. Ráðist var í kaup á landi af Reykjabændum í Mosfellssveit. Á því landi var jarðhiti og braggar eftir herinn, sem síðar voru notaðir fyrir eldhús, borðstofu og verkstæði. Bygging 10 smáhýsa hófst 1944 og voru 5 þeirra tilbúin 1. febrúar 1945 en þá tók vinnuheimilið til starfa undir nafninu Reykjalundur. Þessi ár og næstu var safnað fé og áfram var byggt og aðalbygging Reykjalundar tekin í notkun 1. febrúar 1950. Þá fjölgaði vistmönnum úr 40 í 90. Markmið SÍBSMarkmið SÍBS er að styðja sjúka til sjálfsbjargar með forvörnum, endurhæfingu og félagslegri uppbyggingu. SÍBS sameinar innan vébanda sinna fólk með berkla, hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma, astma og ofnæmi og svefnháðar öndunartruflanir og vinnur að því að heilbrigðisþjónusta og félagsleg aðstaða þess fólks sé sem fullkomnust. Aðildarfélög og starfsemiMeð tilkomu berklalyfjanna um miðja síðustu öld fór berklasjúklingum fækkandi. Með fækkun þeirra var talið rétt að fá aðra brjóstholssjúklinga til liðs við SÍBS. Astma- og ofnæmisfélagið gerðist aðili að SÍBS árið 1974. Það ár var nafni samtakanna breytt í Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Landssamtök hjartasjúklinga - nú Hjartaheill - urðu svo aðilar að samtökunum árið 1992. Vífilstaðadeild SÍBS - Nú Vífill, félag einstaklinga með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir, gengu í samtökin árið 1994 og Samtök lungnasjúklinga árið 1998.Auk Reykjalundar endurhæfingarmiðstöðvar starfrækir SÍBS Múlalund, vinnustofu fyrir öryrkja og Happdrætti SÍBS sem er kjölfesta alls starfs SÍBS. Í samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni rekur SÍBS Múlabæ, dagvistun fyrir aldraða og Hlíðabæ, dagvistun fyrir minnissjúka. HL- stöðvar voru stofnaðar af SÍBS, Landssamtökum hjartasjúklinga og Hjartavernd. Þar er veitt endurhæfing eftir veikindi og aðgerðir auk viðhaldsþjálfunar.SÍBS blaðið er gefið út í 8-10 þúsund eintökum og dreift til allra félagsmanna SÍBS, á sjúkrahús, þjálfunarstaði og aðrar sjúkrastofnanir. Heimasíða SÍBS er sibs.is. Þar er að finna upplýsingar um SÍBS, Happdrætti SÍBS og aðildarfélög samtakanna.Skrifstofur SÍBS eru í Síðumúla 6 í Reykjavík. Þar er aðalumboð og höfuðstöðvar Happdrættis SÍBS. Starfsmenn SÍBS og Happdrættis SÍBS starfa þar ásamt starfsmönnum Hjartaheilla, Astma- og ofnæmisfélagsins og Samtaka lungnasjúklinga. Skrifstofan er opin 8.45 til 16.00. Endurhæfing á ReykjalundiÁ Reykjalundi eru eftirtalin endurhæfingarsvið: svið fyrir gigtarsjúka, fyrir geðsjúka, fyrir þá sem hafa orðið fyrir áfalli í miðtaugakerfi, fyrir fólk sem á við langvinn verkjavandamál að stríða, fólk sem glímir við ofþyngd, börn og ungmenni sem ekki hafa náð eðlilegum þroska, auk sérstakra endurhæfingarsviða fyrir annars vegar hjartasjúklinga og hins vegar lungnasjúklinga. Þá er starfandi sérstakt svið atvinnuendurhæfingar.Á hverju sviði er starfsmannateymi og hafa þau náð að þróa með ágætum aðferðir og tækni í endurhæfingu innan hvers sviðs. Starfsfólk Reykjalundar hefur leitast við að fylgjast vel með breyttum lifnaðarháttum landsmanna og svara breyttum þörfum sem skapast hafa m.a. með svokölluðum „lífsstílssjúkdómum". Þetta hlýtur að teljast afar mikilvægt á tímum örra breytinga sem m.a. koma til vegna hreyfingarleysis og breytts mataræðis.Í janúar 2002 var tekin í notkun á Reykjalundi 2.700 fermetra þjálfunarhús með sundlaug og þjálfunarlaug, pottum, stórum þjálfunarsölum og margvíslegri annarri aðstöðu. Hluti byggingarkostnaðar var fjármagnaður með landssöfnun 1998 og hægt var að hefja byggingu þessa glæsilega húss. Byggingin hefur þegar sannað ríkulega gildi sitt og stórbætt aðstöðu til endurhæfingar. En þörfin fyrir endurhæfingu er mikil og biðlisti sjúklinga langur. Happdrætti SÍBS – stuðningur landsmannaLandsmenn hafa í gegnum tíðina haldið tryggð við starfsemi SÍBS og í samstarfi við þjóðina hefur SÍBS tekist að byggja upp og bjóða upp á þjónustu á heimsmælikvarða sem opin er öllum landsmönnum. Um þessar mundir er sérstaklega brýn þörf fyrir forvarnir og endurhæfingu og aðra þá þjónustu sem SÍBS veitir og þá uppbyggingu sem á sér stað á vegum samtakanna.Auðveldasta leiðin til þess að styðja við starfsemi SÍBS er að kaupa miða í Happdrætti SÍBS. Þannig er hægt að aðstoða SÍBS við að ná fram markmiðum sínum og renna þannig enn frekari stoðum undir þá mikilvægu starfsemi sem unnið er að hjá SÍBS - á Reykjalundi og í öðrum rekstrareiningum á vegum samtakanna.Tugir þúsunda einstaklinga hafa notið endurhæfingar á Reykjalundi og annarrar þjónustu á vegum SÍBS og áfram munu samtökin vinna í þágu landsmanna undir kjörorðum SÍBS: „Styðjum sjúka til sjálfsbjargar".Höfundur er framkvæmdastjóri hjá SÍBS.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar