Erlent

Enginn samningur á borðinu í Írak

Bandarískir hermenn í Írak.
Bandarískir hermenn í Írak. mynd/AFP

Bandaríkjamenn neituðu því í dag að tekist hefðu samningar á milli þeirra og Íraka um brottflutning bandarískra hermann frá landinu. Fyrr í dag lýsti Nuri al-Maliki því yfir að komist hefði verið að samkomulagi sem gerði ráð fyrir því að erlendir hermenn verði farnir úr landinu í lok árs 2011.

Bandaríkjamenn segja hins vegar að aðeins hafi verið lögð drög að samkomulagi. Þau drög eigi eftir að taka miklum breytingum auk þess sem Bush Bandaríkjaforseti verði að skrifa undir samninginn. Talsmaður bandaríska utanríkisins neitaði alfarið að tjá sig um dagsetningar í þessu sambandi, ekki væri tímabært að ræða þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×