Erlent

Hver á tunglið?

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Vinnuhópur á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA veltir því nú fyrir sér hver eigi tunglið vegna áætlana nokkurra þjóða um að reisa þar mannvirki.

Á næstu tíu árum hyggjast Bandaríkin, Kína, Ísrael og nokkur einkafyrirtæki víða um heim reisa rannsóknarmannvirki á tunglinu og ætla Bandaríkjamenn sér að senda þangað geimfara til lengri dvalar árið 2015. Óneitanlega vekja þessar áætlanir spurningar um eignarrétt lands og fasteigna sem þar munu rísa. Stutta svarið er að enginn á tunglið og hefur sú kenning stoð í geimferðasáttmála sem rúmlega eitt hundrað þjóðir hafa undirritað. Þessi staðreynd þykir þó skammgóður vermir þegar þjóðir heimsins standa frammi fyrir því að marka sér lóðir á tunglinu og hefja þar framkvæmdir.

NASA glímir því við það verkefni að gera drög að einhvers konar fyrirkomulagi sem gerir landnemunum á tunglinu kleift að lifa í sátt og samlyndi eins og hverjir aðrir nágrannar án þess að ný Sturlungaöld líti dagsins ljós í himingeimnum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×