Viðskipti innlent

Segir Bakkavör komna á svartan lista verkalýðshreyfinga

Íslenska útrásarfyrirtækið Bakkavör hefur skipað sér á bekk illa þokkaðra fyrirtækja í Evrópu og á heimsvísu að mati launþegasamtaka. Fyrirtækið virðist eiga við fjárhagsörðugleika að stríða og mun því segja upp um 1500-2000 manns af um 14.000 starfsmönnum sínum á Bretlandseyjum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Starfsgreinasambands Íslands. Þar segir að Bakkavör virðist ekki fara að lögum um evrópsk samstarfsráð sem skylt er að starfrækja í fjölþjóðlegum fyrirtækjum á evrópska efnahagssvæðinu.

Einnig hefur fyrirtækið valið að vilja ekki undirgangast þá eðlilegu kröfu að virða grundvallarréttindi launafólks og hafnar samstarfi við hina evrópsku og alþjóðlegu verkalýðshreyfingu í því sambandi. Þess var óskað i framhaldi af staðhæfingum um að Bakkavör bryti á bak aftur tilraun starfsmanna til að stofna verkalýðsfélag til að semja um kaup og kjör hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum.

Þá hefur fyrirtækið neitað samstarfi við IUF, Alþjóðasamtök starfsfólks í matvælaiðnaði og Starfsgreinasamband Íslands og undirrita viljayfirlýsingu um að fyrirtækið vilji framfylgja leikreglum Alþjóða vinnumálstofnunarinnar (ILO) um grundvallarréttindi launafólks. Þess var óskað i framhaldi af staðhæfingum um að Bakkavör bryti á bak aftur tilraun starfsmanna til að stofna verkalýðsfélag til að semja um kaup og kjör hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum.

Bakkavör kannaðist við ásakanirnar, og sagði að viðræður hafi átt sér stað við verkalýðshreyfinguna í Bandaríkjunum en að farið hafi verið að bandarískum lögum, þar sem ekki væri skylt að gera kjarasamning við starfsmenn, ef ekki væri stofnað og starfrækt verkalýðsfélag við fyrirtækið.

 

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×