Stúdentatíð í kreppuhríð Björg Magnúsdóttir skrifar 5. nóvember 2008 04:30 Aktívisminn blómstrar, fólk flykkist út á götu og tún til að mótmæla seðlabankastjóra, verri kjörum, auknu atvinnuleysi í landinu og almennar bollaleggingar eru daglegt brauð. Stúdentar sitja ekki flötum beinum í þannig árferði enda væri slíkt á skjön við þá iðandi flóru sem Háskólann fyllir og framtíðarlandið byggir. Umbjóðendur Stúdentaráðs velta nú fyrir sér kostum þeirra og kjörum hjá Lánasjóðnum, knýja fram breytingar og bætur hjá honum og íhuga hvort vinnu sé að fá að háskólaprófi loknu. Mikið er skrafað um það hvort Ísland sé yfir höfuð fýsilegasti kostur til framtíðarbúsetu. Sumir lýsa yfir litlum áhuga á að sjá skattgreiðslur sínar til ríkisins næstu áratugi hverfa beint í körfu afborgana risalána. Stúdentaráð Háskóla Íslands bregst við ástandinu með sínum bestu vopnum, opinni umræðu og stefnumótun framtíðarinnar. Allt undir yfirskriftinni Stúdentatíð í kreppuhríð en um er að ræða hrinu hádegismálþinga á háskólasvæðinu. Fyrsta málþingið er í dag, miðvikudag, og skal ræða stúdenta og peninga. Þar verður staða LÍN reifuð og rædd, breytingar á sjóðnum, hækkandi stýrivextir og almenn peningamál. Á morgun, fimmtudag, er áætlað að ræða stúdenta og atvinnu. Mikilvægi Háskóla Íslands og opinni menntun á tímum sem þessum, atvinnuhorfur nýútskrifaðra og háskólafólks yfir höfuð sem og yfirvofandi tilfærslu vinnuafls. Síðasta málþingið verður á föstudag og þá eru stúdentar og framtíðin útgangspunktur umræðna. Á hverju viljum við að þjóðfélag morgundagsins sé byggt, ef ekki því sem var? Hvers konar siðfræði ætti að brúka og hvaða hugsjónir skyldi setja í forgrunn? Úrvalsgestir úr röðum Íslendinga verða á málþingum Stúdentaráðs og hvetur ráðið námsmenn og þjóðina til þess að fjölmenna, spyrja og hlusta, ræða og móta. Höfundur er formaður Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Aktívisminn blómstrar, fólk flykkist út á götu og tún til að mótmæla seðlabankastjóra, verri kjörum, auknu atvinnuleysi í landinu og almennar bollaleggingar eru daglegt brauð. Stúdentar sitja ekki flötum beinum í þannig árferði enda væri slíkt á skjön við þá iðandi flóru sem Háskólann fyllir og framtíðarlandið byggir. Umbjóðendur Stúdentaráðs velta nú fyrir sér kostum þeirra og kjörum hjá Lánasjóðnum, knýja fram breytingar og bætur hjá honum og íhuga hvort vinnu sé að fá að háskólaprófi loknu. Mikið er skrafað um það hvort Ísland sé yfir höfuð fýsilegasti kostur til framtíðarbúsetu. Sumir lýsa yfir litlum áhuga á að sjá skattgreiðslur sínar til ríkisins næstu áratugi hverfa beint í körfu afborgana risalána. Stúdentaráð Háskóla Íslands bregst við ástandinu með sínum bestu vopnum, opinni umræðu og stefnumótun framtíðarinnar. Allt undir yfirskriftinni Stúdentatíð í kreppuhríð en um er að ræða hrinu hádegismálþinga á háskólasvæðinu. Fyrsta málþingið er í dag, miðvikudag, og skal ræða stúdenta og peninga. Þar verður staða LÍN reifuð og rædd, breytingar á sjóðnum, hækkandi stýrivextir og almenn peningamál. Á morgun, fimmtudag, er áætlað að ræða stúdenta og atvinnu. Mikilvægi Háskóla Íslands og opinni menntun á tímum sem þessum, atvinnuhorfur nýútskrifaðra og háskólafólks yfir höfuð sem og yfirvofandi tilfærslu vinnuafls. Síðasta málþingið verður á föstudag og þá eru stúdentar og framtíðin útgangspunktur umræðna. Á hverju viljum við að þjóðfélag morgundagsins sé byggt, ef ekki því sem var? Hvers konar siðfræði ætti að brúka og hvaða hugsjónir skyldi setja í forgrunn? Úrvalsgestir úr röðum Íslendinga verða á málþingum Stúdentaráðs og hvetur ráðið námsmenn og þjóðina til þess að fjölmenna, spyrja og hlusta, ræða og móta. Höfundur er formaður Stúdentaráðs.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar