Rifjum upp gleymda atburði 5. nóvember 2008 04:00 Sjaldan hefur verið meiri ástæða til að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag með það að markmiði að gleyma um stund þeim hremmingum sem landsmenn glíma nú við. Sjaldan hefur verið jafnrík ástæða til að taka þátt í og njóta þess fjölskrúðuga menningarlífs sem blómstrar um allt land. Norræni skjaladagurinn, sem haldinn er árlega, er einn slíkra menningarviðburða. Hann verður haldinn hátíðlegur í Þjóðskjalasafni Íslands og í héraðsskjalasöfnum landsins með ýmsu móti, svo sem með opnu húsi og sýningum. Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti og árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Í ár er skjaladagurinn þann 8. nóvember. Hérlendis er dagurinn tileinkaður gleymdum atburðum. Sérstakur vefur er helgaður þessu viðfangsefni, www.skjaladagur.is. Í Reykjavík verða Þjóðskjalasafn Íslands og Borgarskjalasafn Reykjavíkur með sameiginlega dagskrá hjá Þjóðskjalasafni við Laugaveg 162 milli kl. 11 og 15. Þar verður safnkosturinn kynntur fyrir gestum og gangandi, m.a. með ferðum í skjalageymslurnar, sem geyma um 35 hillukílómetra af gögnum, eða sem svarar um það bil vegalengdinni frá Rauðavatni til Hveragerðis. Einnig verða flutt ýmis erindi og þeirra á meðal er erindi Önnu Agnarsdóttur prófessors, sem mun rifja upp vin- og óvinveitt samskipti Íslendinga og Breta í aldanna rás. Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur ætlar að segja frá því þegar skólapiltar voru barðir til bókar fyrr á öldum. Björn Jón Bragason sagnfræðingur mun ræða Hafskipsmálið í ljósi nýfundinna skjala og Guðfinna Ragnarsdóttir, jarðfræðingur og fyrrverandi kennari við MR, segir frá og sýnir hvað jafnvel sum ómerkilegustu bréfsnifsi geta verið mikilvægar heimildir í ættfræðirannsóknum. Eitt markmiða skjaladagsins er að efla vitund fólks um að skjalasöfnin séu tryggir vörslustaðir skjala af hvaða tagi sem er. Fundargerðabækur, bréf, myndir og fleiri skjöl eiga erindi á skjalasöfn. Og því er fólk hvatt til að hafa samband við næsta héraðsskjalasafn eða Þjóðskjalasafn ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað gera á við. Höfuðborgarbúar eru hvattir til að heimsækja Þjóðskjalasafn Íslands kl. 11 nk. laugardag og njóta áhugaverðrar dagskrár sem þar verður í boði Þjóðskjalasafns og Borgarskjalasafns. Höfundur er sviðsstjóri útgáfu- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur verið meiri ástæða til að lyfta sér upp og gera sér glaðan dag með það að markmiði að gleyma um stund þeim hremmingum sem landsmenn glíma nú við. Sjaldan hefur verið jafnrík ástæða til að taka þátt í og njóta þess fjölskrúðuga menningarlífs sem blómstrar um allt land. Norræni skjaladagurinn, sem haldinn er árlega, er einn slíkra menningarviðburða. Hann verður haldinn hátíðlegur í Þjóðskjalasafni Íslands og í héraðsskjalasöfnum landsins með ýmsu móti, svo sem með opnu húsi og sýningum. Opinber skjalasöfn á Norðurlöndum hafa lengi kynnt starfsemi sína með ýmsu móti og árið 2001 sameinuðust þau um árlegan kynningardag, annan laugardag í nóvember. Í ár er skjaladagurinn þann 8. nóvember. Hérlendis er dagurinn tileinkaður gleymdum atburðum. Sérstakur vefur er helgaður þessu viðfangsefni, www.skjaladagur.is. Í Reykjavík verða Þjóðskjalasafn Íslands og Borgarskjalasafn Reykjavíkur með sameiginlega dagskrá hjá Þjóðskjalasafni við Laugaveg 162 milli kl. 11 og 15. Þar verður safnkosturinn kynntur fyrir gestum og gangandi, m.a. með ferðum í skjalageymslurnar, sem geyma um 35 hillukílómetra af gögnum, eða sem svarar um það bil vegalengdinni frá Rauðavatni til Hveragerðis. Einnig verða flutt ýmis erindi og þeirra á meðal er erindi Önnu Agnarsdóttur prófessors, sem mun rifja upp vin- og óvinveitt samskipti Íslendinga og Breta í aldanna rás. Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur ætlar að segja frá því þegar skólapiltar voru barðir til bókar fyrr á öldum. Björn Jón Bragason sagnfræðingur mun ræða Hafskipsmálið í ljósi nýfundinna skjala og Guðfinna Ragnarsdóttir, jarðfræðingur og fyrrverandi kennari við MR, segir frá og sýnir hvað jafnvel sum ómerkilegustu bréfsnifsi geta verið mikilvægar heimildir í ættfræðirannsóknum. Eitt markmiða skjaladagsins er að efla vitund fólks um að skjalasöfnin séu tryggir vörslustaðir skjala af hvaða tagi sem er. Fundargerðabækur, bréf, myndir og fleiri skjöl eiga erindi á skjalasöfn. Og því er fólk hvatt til að hafa samband við næsta héraðsskjalasafn eða Þjóðskjalasafn ef það hefur undir höndum skjöl sem það veit ekki hvað gera á við. Höfuðborgarbúar eru hvattir til að heimsækja Þjóðskjalasafn Íslands kl. 11 nk. laugardag og njóta áhugaverðrar dagskrár sem þar verður í boði Þjóðskjalasafns og Borgarskjalasafns. Höfundur er sviðsstjóri útgáfu- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar