Viðskipti innlent

Lýður í stjórn Sampo

Lýður Guðmundsson, lengst til vinstri. Tilnefndur í stjórn Sampo.
Lýður Guðmundsson, lengst til vinstri. Tilnefndur í stjórn Sampo.

Valnefnd stjórnar norræna fjármálafyrirtækisins Sampo Group birti í dag tillögur sínar um frambjóðendur til stjórnarkjörs fyrir aðalfund félagsins sem fram fer 15. apríl næstkomandi. Valnefndin leggur þar til að Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, verði kjörinn í stjórn Sampo. Lýður er annar tveggja nýrra stjórnarmanna sem valnefndin gerir tillögu um.

Lýður Guðmundsson er starfandi stjórnarformaður Exista hf. og jafnframt stjórnarformaður Bakkavör Group hf. og Skipta hf. Lýður var jafnframt kjörinn í stjórn Kaupþings banka hf. á aðalfundi bankans 7. mars síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×