Viðskipti erlent

Íbúar á Mön ráða lögmenn í málferli gegn Kaupþingi

Þeir íbúar á eyjunni Mön sem áttu innistæður inn á reikningm hjá Singer & Friedlander bankanum, sem er í eigu Kaupþings, hafa ráðið mjög þekkta lögmannstofu í London til að höfða mál gegn bankanum.

Alls er um að ræða 8.000 af íbúum eyjarinnar og innistæður þeirra námu yfir 800 milljónum punda, eða yfir 160 milljörðum kr. þegar Kaupþing fór í þrot og bresk yfirvöld tóku yfir starfsemi bankans í Bretlandi.

Um er að ræða lögmannstofuna Edwin Coe í London og mun einn af meðeigendum hennar, David Greene, stjórn málssókninni. Green tók að sér málsókn fyrir eigendur hlutabréfa í Northern Rock er sá banki fór í þrot.

Green segir í samtali við The Times að hann muni kanna hvaða rétt innistæðieigendurnir eigi við sölu á bankanum, réttindi þeirra til skaðabóta, og hvort þeir geti hnekkt ákvörðun breskra stjórnvalda um neyðarlagasetningu gegn bankanum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×