Viðskipti innlent

Krónubréf upp á 5 milljarða á gjalddaga í dag

Krónubréf að nafnvirði 5 milljarða kr. sem þýski bankinn KfW gaf út fyrir tveimur árum síðan falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum.

Greining Glitnis segir í Morgunkorni sínu að þetta sé síðasti gjalddagi septembermánaðar en alls hafa krónubréf að nafnvirði 27,5 milljarða kr. auk vaxta fallið á gjalddaga í mánuðinum að deginum í dag meðtöldum.

Ein krónubréfaútgáfa hefur litið dagsins ljós í september er hollenski bankinn Rabobank gaf út krónubréf að nafnvirði 13 milljarða kr. til eins árs í byrjun mánaðarins.

Heildarútistandandi krónubréf nema nú tæplega 304 milljörðum kr. og hefur staðan ekki verið minni frá því í desember 2006. Hæst var staðan í ágúst á síðasta ári þegar heildarútistandandi krónubréf námu um 443 milljörðum kr., eða um þriðjungi af landsframleiðslu síðasta árs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×