Sport

Ástralskur sigur í boðsundi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Britta Steffen vann bæði 100 og 50 metra skriðsund kvenna.
Britta Steffen vann bæði 100 og 50 metra skriðsund kvenna.

Ástralska sveitin vann með glæsibrag í 4x100 metra boðsundi kvenna í nótt á nýju heimsmeti, 3:52,69 mínútum. Ástralía átti metið fyrir en Emily Seebohm, Leisel Jones, Jessicah Schipper og Libby Trickett skipuðu áströlsku sveitina.

Bandaríkin unnu silfurverðlaun en Kína tók bronsið. Þá var einnig úrslitasundið í 50 metra skriðsundi kvenna á dagskránni í nótt. Líkt og í 100 metra sundinu var það Britta Steffen sem vann gullið.

Britta synti á 24,06 sekúndum í nótt og sló átta ára gamalt Ólympíumet. Dara Torres frá Bandaríkjunum vann silfrið, rétt á eftir Brittu, og Cate Campbell frá Ástralíu tók bronsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×