Saks styrkir yfirtökuvarnir eftir að Slim eykur hlut sinn í 18% 27. nóvember 2008 10:09 Verslunarkeðjan Saks í Bandaríkjunum er nú að styrkja yfirtökuvarnir sínar eftir að mexíkanski auðmaðurinn Carlos Slim Helu jók hlut sinn í Saks upp í tæp 18%. Talið er að hann hyggist kaupa Saks en Baugur, sem á 8%, hafði hug á því sama fyrr í ár. Eftir að fregnir bárust um áhuga Slim á Saks hækkuðu hlutabréf keðjunnar á markaðinum í Wall Street um 12,3% og fóru í 4 dollara. Rekstur Saks hefur hinsvegar verið erfiður í fjármálakreppunni eins og raunar hjá flestum öðrum verslunarkeðjum vestanhafs og austan. Stjórn Saks er lítt hrifin af aðkomu Slim að keðjunni og ákvað því á fundi sínum í gærdag að undirbúa frekari varnir gegn yfirtöku Slim. Meðal annars var samþykkt að ef einhver hluthafi eignaðist 20% eða meir í keðjunni, án samþykkis stjórnarinnar, hefði stjórnin leyfi til útgáfu á jöfnunarhlutabréfum sem aðrir hluthafar gætu keypt með 50% afslætti frá skráðu verði á markaðinum. Í frétt um málið á Reuters er fjallað aðeins um áhuga Baugs fyrr í ár á að yfirtaka Saks. Sagt er að það hafi á endanum strandað á fjármálakreppunni og hruni bankakerfisins á Íslandi. Saks var stofnað árið 1919 og er einkum þekkt fyrir stórverslun sína við 5th Avenue í New York sem kölluð hefur verið flaggskip verslunarkeðjunnar. Carlos Slim Helu er auðugasti maður Mexíkó en auðæfi hans byggja einkum á símafyrirtækinu Telmex sem rekur yfir 90% af öllu fastlínukerfi landsins. Þar fyrir utan á hann banka, verslanir, veitingahús og tóbaksframleiðslu svo eitthvað sé nefnt. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verslunarkeðjan Saks í Bandaríkjunum er nú að styrkja yfirtökuvarnir sínar eftir að mexíkanski auðmaðurinn Carlos Slim Helu jók hlut sinn í Saks upp í tæp 18%. Talið er að hann hyggist kaupa Saks en Baugur, sem á 8%, hafði hug á því sama fyrr í ár. Eftir að fregnir bárust um áhuga Slim á Saks hækkuðu hlutabréf keðjunnar á markaðinum í Wall Street um 12,3% og fóru í 4 dollara. Rekstur Saks hefur hinsvegar verið erfiður í fjármálakreppunni eins og raunar hjá flestum öðrum verslunarkeðjum vestanhafs og austan. Stjórn Saks er lítt hrifin af aðkomu Slim að keðjunni og ákvað því á fundi sínum í gærdag að undirbúa frekari varnir gegn yfirtöku Slim. Meðal annars var samþykkt að ef einhver hluthafi eignaðist 20% eða meir í keðjunni, án samþykkis stjórnarinnar, hefði stjórnin leyfi til útgáfu á jöfnunarhlutabréfum sem aðrir hluthafar gætu keypt með 50% afslætti frá skráðu verði á markaðinum. Í frétt um málið á Reuters er fjallað aðeins um áhuga Baugs fyrr í ár á að yfirtaka Saks. Sagt er að það hafi á endanum strandað á fjármálakreppunni og hruni bankakerfisins á Íslandi. Saks var stofnað árið 1919 og er einkum þekkt fyrir stórverslun sína við 5th Avenue í New York sem kölluð hefur verið flaggskip verslunarkeðjunnar. Carlos Slim Helu er auðugasti maður Mexíkó en auðæfi hans byggja einkum á símafyrirtækinu Telmex sem rekur yfir 90% af öllu fastlínukerfi landsins. Þar fyrir utan á hann banka, verslanir, veitingahús og tóbaksframleiðslu svo eitthvað sé nefnt.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira