Asger Jensby skuldar FIH bankanum 7 milljarða króna 11. desember 2008 14:11 Asger Jensby skuldar FIH bankanum, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, 350 milljónir danskra kr. eða um 7 milljarða kr.. Jensby er ein höfuðpersónan í IT Factory málinu í Danmörku sem er mesta fjármálahneyksli sem þar hefur komið upp árum saman. Samkvæmt frétt í Politiken hefur Jensby tekist að sannfæra lánadrottna sína, FIH bankann og Danske Bank, um að styðja við bakið á sér áfram. Jensby er aðaleigandi JMI Invest sem aftur var aðaleigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota og ljóst að vart fæst dönsk króna úr því þrotabúi. Jensby var stjórnarformaður IT Factory. Skuld Jensby við Danske Bank er meiri en við FIH og höfðu bankarnir frest til að ganga að Jensby og gera hann upp þar til klukkan tvö í dag. "En þeir völdu að gera það ekki," segir Erik Ove fjölmiðlafulltrúi Jensby í samtali við Politiken. Þetta þýðir að Jensby hefur getað sett fram trúverðuga áætlun um hvernig hann ætli að bregðst við tapi upp á hundruðir milljóna danskra kr. vegna gjaldþrots IT Factory. Politiken segir að samningaviðræður bankanna og Jensby hafi vart orðið auðveldari við fregnir um að Jensby og eiginkona hans eru í rannsókn lögreglunnar vegna gruns um umfangsmikil skattsvik. Nýjustu fréttir eru svo að Asger Jensby hafi sagt sig frá öllum stöðum í JMI Invest og að ný stjórn sé tekin við rekstri félagsins. Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Asger Jensby skuldar FIH bankanum, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, 350 milljónir danskra kr. eða um 7 milljarða kr.. Jensby er ein höfuðpersónan í IT Factory málinu í Danmörku sem er mesta fjármálahneyksli sem þar hefur komið upp árum saman. Samkvæmt frétt í Politiken hefur Jensby tekist að sannfæra lánadrottna sína, FIH bankann og Danske Bank, um að styðja við bakið á sér áfram. Jensby er aðaleigandi JMI Invest sem aftur var aðaleigandi IT Factory sem nú er gjaldþrota og ljóst að vart fæst dönsk króna úr því þrotabúi. Jensby var stjórnarformaður IT Factory. Skuld Jensby við Danske Bank er meiri en við FIH og höfðu bankarnir frest til að ganga að Jensby og gera hann upp þar til klukkan tvö í dag. "En þeir völdu að gera það ekki," segir Erik Ove fjölmiðlafulltrúi Jensby í samtali við Politiken. Þetta þýðir að Jensby hefur getað sett fram trúverðuga áætlun um hvernig hann ætli að bregðst við tapi upp á hundruðir milljóna danskra kr. vegna gjaldþrots IT Factory. Politiken segir að samningaviðræður bankanna og Jensby hafi vart orðið auðveldari við fregnir um að Jensby og eiginkona hans eru í rannsókn lögreglunnar vegna gruns um umfangsmikil skattsvik. Nýjustu fréttir eru svo að Asger Jensby hafi sagt sig frá öllum stöðum í JMI Invest og að ný stjórn sé tekin við rekstri félagsins.
Mest lesið Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sunna ráðin nýr viðskiptastjóri Regus á Akureyri Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira