Viðskipti innlent

Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar

Heimir Már Pétursson skrifar
Ekki er tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á þúsund króna seðlum í myndasjálfsölum verslanamiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptavinir þurfa því að verða sér út um eldri seðla vilji þeir fá af sér ljósmynd.

Það er stundum gott að geta séð sjálfur um að taka af sér passamynd með því að fara í myndasjálfsala eins og eru í boði bæði í Kringlunni og í Smáralind. En það er ekki alltaf tekið út með sældinni þegar þúsund króna seðlar undirritaðir af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra eru annars vegar, eins og fréttamaður komast að í dag.

En þegar kom að því að borga vildi greiðsluvélin ekki taka við þúsund króna seðlunum og sendi þá jafnharðan til baka. Þá voru góð ráð dýr en góðhjartaður skósmiður kom fréttamanninum til hjálpar í viðureign hans við þúsundkallana, eins og sjá má í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×