Viðskipti erlent

Eig­andinn hættir sem for­stjóri

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Daniel Ek hefur verið forstjóri Spotify um árabil.
Daniel Ek hefur verið forstjóri Spotify um árabil. Taylor Hill/Getty

Daniel Ek eigandi sænsku streymisveitunnar Spotify mun stíga til hliðar sem forstjóri og mun þess í stað leiða stjórn félagsins. Ek stofnaði streymisveituna árið 2006. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2026.

Hans í stað verða Gustav Soderstrom og Alex Norstrom forstjórar fyrirtækisins. Soderstrom hefur leitt vöru-og tækniþróun hjá félaginu undanfarin ár og Norstrom markaðsþróun.

Haft er eftir Ek í tilkynningu að breytingarnar endurspegli gildi félagsins og hvernig það hafi starfað undanfarin ár. Undanfarin ár hafi þeir Soderstrom og Norstrom annast æ stærri hluta reksturs félagsins.

Ek stofnaði Spotify ásamt Martin Lorentzon árið 2006. Félagið hefur verið hluti af bandarísku kauphöllinni síðan árið 2018 og er nú metið á 149 milljarða Bandaríkjadollara. Streymisveitan er ein sú vinsælasta í heimi og er með um 700 milljón notendur.

„Í hlutverki mínu sem stjórnarformaður mun ég einbeita mér að heildarmyndinni fyrir félagið og tengja stjórn og forstjóra okkar saman með starfi mínu,“ er haft eftir Ek.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×