Innlent

Gæsluvarðhald og farbann framlengt á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vettvangur ódæðisins.
Vettvangur ódæðisins.

Gæsluvarðhald yfir pólskum karlmanni, sem grunaður er um að hafa við tólfta mann ráðist með vopnum og ofstæki að sjö öðrum í húsi við Keilufell 22. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 14. júlí með tilliti til almannahagsmuna. Farbann fjögurra landa hans framlengist til sama dags.

Mennirnir ruddust inn í húsið vopnaðir öxi, slaghömrum og járnröri. Veittust þeir að hinum sjö íbúum hússins sem slösuðust mismikið en einn var lagður inn á sjúkrahús eftir árásina. Árásarmennirnir voru handteknir næstu daga eftir árásina og lýst eftir einum sem að lokum gaf sig fram við lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×