Viðskipti erlent

Stjórnendur Goldman Sachs fá ekki greidda bónusa

Frá kauphöllinni í Wall Street.
Frá kauphöllinni í Wall Street. Mynd úr safni

David Paterson, ríkisstjóri í New York, segir að ríkið verði af milljónum dala vegna ákvörðunar stjórnenda Goldman Sachs um að greiða ekki bónusa.

Stjórnendurnir voru að hlýða kalli þeirra se sögðu í nóvember að fyrirtæki sem stjórnvöld þyrftu að bjarga ættu ekki að greiða stjórnendum sínum háar bónusgreiðslur. Paterson segir að ákvörðunin sé rétt en afleiðingin sé engu að síður slæm fyrir fjármál ríkisins.

Talið er að skattgreiðslur frá Wall Street hafi numið um 30% af tekjum ríkisins á síðasta ársfjórðungi. Því er ljóst að töluverður samdráttur verður í tekjum ríkisins fari fleiri að dæmi Goldman Sachs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×