Viðskipti erlent

Breskir háskólar og sjúkrahús tapa stórt á íslensku bönkunum

Í ljós er komið að breskir háskólar og sjúkrahús í Bretlandi hafa tapað stórt á falli íslensku bankanna. Þar á meðal er sjúkrahúsið Christie Hospital í Manchester sem sérhæfir sig í lækningum á krabbameini.

Samkvæmt frétt um málið í The Times segir að a.m.k. tíu háskólar hafi brunnið inni með sjóði sína í íslensku bönkunum og séu það upphæðir sem nemi tugum milljóna punda eða margir milljarðar kr.

Hvað Christie Hospital varðar mun annar af sjóðunum tveimur sem útvega sjúkrahúsinu rekstrarfé hafa átt 2 milljónir punda eða nær 400 milljónir kr.

Þá hafa nokkrar góðgerðarstofnanir sagt að þær hafi átt 125 milljónir punda í íslensku bönkunum áður en þeir féllu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.