Vettel: Ég er ekki Schumacher 15. september 2008 16:27 Vettel er kallaður "Litli-Schumi" NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Sebastian Vettel vill ekki láta bera sig saman við Michael Schumacher þó hann hafi orðið yngsti sigurvegarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Monza-brautinni í gær. Hinn 21 árs gamli ökumaður Toro Rosso var að vonum ánægður með sigurinn í gær, en hann gerir sér grein fyrir því að líklega mun enginn feta í fótspor hins sjöfalda heimsmeistara. "Menn verða að hafa í huga hvað Schumacher gerði áður en þeir fara að tala um svona samanburð. Ég er mjög ungur er rétt að byrja ferilinn, svo ég held að menn þurfi ekki að vera að bera okkur saman. Það væri frekar að nefna Fernando Alonso þar sem hann hefur nú þegar unnið tvo titla," sagði Vettel, sem kallaður er "Litli-Schumi" og er reyndar góður vinur Schumachers. "Michael er líklega einn besti ökumaður allra tíma og ég er í rauninni stoltur bara af því að þekkja hann. Hann er fínn náungi og mjög jarðbundinn," sagði Vettel. Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel vill ekki láta bera sig saman við Michael Schumacher þó hann hafi orðið yngsti sigurvegarinn í sögu Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark á Monza-brautinni í gær. Hinn 21 árs gamli ökumaður Toro Rosso var að vonum ánægður með sigurinn í gær, en hann gerir sér grein fyrir því að líklega mun enginn feta í fótspor hins sjöfalda heimsmeistara. "Menn verða að hafa í huga hvað Schumacher gerði áður en þeir fara að tala um svona samanburð. Ég er mjög ungur er rétt að byrja ferilinn, svo ég held að menn þurfi ekki að vera að bera okkur saman. Það væri frekar að nefna Fernando Alonso þar sem hann hefur nú þegar unnið tvo titla," sagði Vettel, sem kallaður er "Litli-Schumi" og er reyndar góður vinur Schumachers. "Michael er líklega einn besti ökumaður allra tíma og ég er í rauninni stoltur bara af því að þekkja hann. Hann er fínn náungi og mjög jarðbundinn," sagði Vettel.
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira