Viðskipti erlent

Hlutabréf í Kína hafa fallið um 50% frá toppinum

Hlutabréf í Kína hafa fallið um 50% frá því þau náðu toppinum í október á síðasta ári. Úrvalsvísitalan á markaðinum í Shanghai mældist 3.022 stig við lokun í nótt en hún var í 6.092 stigum þann 16. október s.l..

Meðal þess sem liggur að baki mikilli lækkun hlutabréfa á markaðinum í Kína eru áhyggjur fjárfesta af því að aðgerðir stjórnvalda til að halda verðbólgu í skefjum muni koma niður á hagnaði fyrirtækja.

Áður en úrvalsvísitalan í Shanghai náði toppinum í október hafði hún sexfaldast á tveimur árum þar á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×