Viðskipti erlent

OR tryggir sér 5 milljarða kr. með skuldabréfaútgáfu

Orkuveita Reykjavíkur hefur, fyrir milligöngu Landsbanka Íslands, tryggt sér 5 milljarða króna með útgáfu nýs skuldabréfaflokks.

Í tilkynningu segir að flokkurinn er opinn og verður skráður í Kauphöll Íslands í byrjun árs 2009. Vextir skuldabréfanna nema 125 punkta álagi á REIBOR.

Lánið er ætlað til að brúa lánsfjárþörf ársins 2008 en uppnám fjármálamörkuðum á síðasta fjórðungi ársins 2008 hefur tafið afgreiðslu þegar umsaminna erlendra lána Orkuveitu Reykjavíkur.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×