Árni Þór: Eðlilegt að samgöngunefnd hafi fengið hótelgistingu 28. ágúst 2008 18:35 Þingmanni Vinstri grænna í Reykjavík finnst eðlilegt að samgöngunefnd gisti á hóteli á höfuðborgarsvæðinu, þegar nefndin er í vettvangsferð þar, þótt þorri þeirra eigi heimili á svæðinu, jafnvel í nokkurra mínútna fjarlægð frá hótelinu. Samgöngunefnd Alþingis fór í sumar í vettvangsferð um höfuðborgarsvæðið sem mun sæta tíðindum enda óalgengt að nefndin fari í ferðir um höfuðborgina og næsta nágrenni. Átta nefndarmenn af níu fóru í ferðina. Hópurinn snæddi kvöldverð á hótelinu Kríunesi við Elliðavatn og síðan gistu sex nefndarmenn þar yfir nótt þrátt fyrir að eiga allir höfði að halla á höfuðborgarsvæðinu nema einn, Herdís Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki sem býr á Akranesi. Hinir fimm voru Reykjavíkur þingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum, og landsbyggðarþingmennirnir Árni Johnsen og Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslyndum og Karl V. Matthíasson, Samfylkingu. Öll reka þau heimili á höfuðborgarsvæðinu enda fá þau þingfarakaup til þess. Árni Johnsen býr í Rituhólum í efra Breiðholti, aðeins er rúma fimm kílómetra að fara frá hótelinu með bíl þangað. Karl V. Matthíasson býr í Flúðaseli í Seljahverfi en vegalengdin þangað með bíl er rúmir þrír kílómetrar. Árni Þór Sigurðsson býr við Tómasarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur og þarf að keyra rúma þrettán kílómetra þangað frá hótelinu. Ólöf Nordal býr á Reynimel í vesturbænum og þar er svipuð veglengd milli heimilis og hótel og hjá Árna Þór. Guðjón Arnar Kristjánsson býr í Reykjabyggð í Mosfellsbæ. Hann hefði þurft að keyra rúma fimmtán kílómetra heim frá hótelinu. Lengst var fyrir Herdísi Þórðardóttur að fara en hún býr við Bjarkargrund á Akranesi. Vegalengdin þangað rúmir 45 kílómetrar. Eðlilegt að Alþingi greiði fyrir gistinguna Í samtali við fréttastofu sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, að sú væri venjan að gista yfir nótt í vettvangsferðum samgöngunefndar og hann sæi ekki ástæðu til að breyta því þó ferðað væri á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefði verið fundað fram á kvöld á hótelinu og aftur um morguninn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis kostaði hvert herbergi tólf þúsund krónur, samanlagt 72 þúsund krónur. Tengdar fréttir Þingmenn gistu á lúxushóteli við Elliðavatn Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu. 27. ágúst 2008 12:03 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Þingmanni Vinstri grænna í Reykjavík finnst eðlilegt að samgöngunefnd gisti á hóteli á höfuðborgarsvæðinu, þegar nefndin er í vettvangsferð þar, þótt þorri þeirra eigi heimili á svæðinu, jafnvel í nokkurra mínútna fjarlægð frá hótelinu. Samgöngunefnd Alþingis fór í sumar í vettvangsferð um höfuðborgarsvæðið sem mun sæta tíðindum enda óalgengt að nefndin fari í ferðir um höfuðborgina og næsta nágrenni. Átta nefndarmenn af níu fóru í ferðina. Hópurinn snæddi kvöldverð á hótelinu Kríunesi við Elliðavatn og síðan gistu sex nefndarmenn þar yfir nótt þrátt fyrir að eiga allir höfði að halla á höfuðborgarsvæðinu nema einn, Herdís Þórðardóttir, Sjálfstæðisflokki sem býr á Akranesi. Hinir fimm voru Reykjavíkur þingmaðurinn Árni Þór Sigurðsson, Vinstri grænum, og landsbyggðarþingmennirnir Árni Johnsen og Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, Guðjón Arnar Kristjánsson, Frjálslyndum og Karl V. Matthíasson, Samfylkingu. Öll reka þau heimili á höfuðborgarsvæðinu enda fá þau þingfarakaup til þess. Árni Johnsen býr í Rituhólum í efra Breiðholti, aðeins er rúma fimm kílómetra að fara frá hótelinu með bíl þangað. Karl V. Matthíasson býr í Flúðaseli í Seljahverfi en vegalengdin þangað með bíl er rúmir þrír kílómetrar. Árni Þór Sigurðsson býr við Tómasarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur og þarf að keyra rúma þrettán kílómetra þangað frá hótelinu. Ólöf Nordal býr á Reynimel í vesturbænum og þar er svipuð veglengd milli heimilis og hótel og hjá Árna Þór. Guðjón Arnar Kristjánsson býr í Reykjabyggð í Mosfellsbæ. Hann hefði þurft að keyra rúma fimmtán kílómetra heim frá hótelinu. Lengst var fyrir Herdísi Þórðardóttur að fara en hún býr við Bjarkargrund á Akranesi. Vegalengdin þangað rúmir 45 kílómetrar. Eðlilegt að Alþingi greiði fyrir gistinguna Í samtali við fréttastofu sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, að sú væri venjan að gista yfir nótt í vettvangsferðum samgöngunefndar og hann sæi ekki ástæðu til að breyta því þó ferðað væri á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefði verið fundað fram á kvöld á hótelinu og aftur um morguninn. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis kostaði hvert herbergi tólf þúsund krónur, samanlagt 72 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Þingmenn gistu á lúxushóteli við Elliðavatn Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu. 27. ágúst 2008 12:03 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Þingmenn gistu á lúxushóteli við Elliðavatn Þingmenn í samgöngunefnd Alþingis gistu á lúxushóteli við Elliðavatn þegar þeir fóru í skoðunarferð um höfuðborgarsvæðið. Landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greitt fyrir að halda heimili á höfuðborgarsvæðinu. 27. ágúst 2008 12:03