Viðskipti innlent

Veltan á hlutabréfamarkaðinum sú minnsta í fjögur ár

Veltan á hlutabréfamarkaðinum í síðasta mánuði er sú minnsta í fjögur ár eða frá því í ágúst 2004. Samkvæmt tölum frá kauphöllinni nam veltan í ágúst nú aðeins 50 milljörðum kr. og er það ríflega 80% samdráttur milli ára.

Greining Kaupþings fjallar um málið í Hálf fimm fréttum sínum. Þar segir m.a. að veltan hafi nú dregist saman fimm mánuði í röð. Nefna ná að veltan í júlí var 90% minni í ár en á sama tíma í fyrra.

Samhliða minnkandi veltu hefut heildarverðmæti skráðra hlutafélaga í kauphöllinni fallið um helming en markaðsvirði skráðra hlutabréfa nam alls 1.600 milljörðum kr. í lok ágúst borið saman við 3.212 milljónir kr. í lok ágúst 2007.

Þessi þróun helst í hendur við lækkun Úrvalsvísitölunnar á sama tímabili, sem féll um 49%, úr tæpum 8.300 stigum niður í rúm 4.200 stig í lok ágúst s.l.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×